PO
EN

Lilja Rafney tekur annað sæti VG í NV-kjördæmi

Deildu 

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar nú rétt í þessu að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust.

Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.

Landsfundur fagnaði ákvörðun Lilju Rafneyjar með lófaklappi. Lilja Rafney er stofnfélagi í VG og sagðist hún á fundinum, undir liðnum almennar stjórnmálumræður, vilja vinna áfram að góðum verkum fyrir hreyfinguna. 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search