Kjörsókn í forvali Vinstri grænna í Reykjavík er komin í 22% þegar kosningin er hálfnuð, sem þýðir að 645 af 2945 höfðu kosið í morgun, þegar tveir dagar eru eftir af forvalinu.
Forvalið hófst á sunnudagsmorgun og lýkur annað kvöld, miðvikudagskvöld klukkan 17.00.
Áfram er því gott tækifæri til að taka þátt í að raða á báða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum, fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Þetta gerir þú með því að fara inn á reykjavik.vg.is og kjósa með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Og það skemmtilega hér er að kosningin er tvöföld, svo velja skal 2 í fyrsta sæti, 2 í annað sæti, 2 í þriðja sæti og 2 í fjórða sætið. Semsé tvisvar sinnum skemmtilegra.
Ellefu frambjóðendur taka þátt í forvalinu um fjögur efstu sætin á listunum tveimur í Reykjavík.
En kosningin er sameiginleg á báða listana.
Í framboði eru:
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í fyrsta sæti, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í fyrsta sæti, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður býður sig fram í annað sætið, Orri Páll Jóhannsson varaþingmaður og aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra, í annað sætið, Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR, í annað sætið, Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 í annað sætið og Andrés Skúlason, verkefnastjóri, einnig í annað sætið. Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi býður sig fram í 3. til 4. sæti. Guy Conan Stewart kennari, René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður gefa kost á sér í fjórða sæti.
Kjósendum er bent á að þeir sem vilja aðstoð við að kjósa geta leitað til skrifstofu, með því að mæta á skrifstofutíma eða hafa samband. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, 8937861 og Björg Eva Erlendsdóttir, 8961222 aðstoða við kosningu eftir þörfum.