Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður og Jódís Skúladóttir frambjóðandi tala um næstu skref í loftslagsmálum.
Aðgerðir verða að vera róttækar og tryggja réttlát umskipti. Viðbrögð við loftslagsvá þurfa að byggjast á áætlunum og fléttast inn í alla pólitíska stefnumótun. Endurreisn hagkerfisins í framhaldi af heimsfaraldri þarf að vera græn og styðja við þróun kolefnishlutlauss hringrásarhagkerfis.Fundinum verður einnig streymt.