„Þingflokkur VG ítrekar mikilvægi vinnulöggjafarinnar og minnir á réttindi og skyldur trúnaðarmanna á vinnustöðum, vegna mála sem risið hafa að undanförnu. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur njóta trúnaðarmenn stéttarfélaga sérstakrar verndar gegn uppsögnum. Sú vernd á að tryggja að fólk, sem valið er af félögum sínum til að fylgja því eftir að kjarasamningar séu virtir og aðstæður á vinnustað séu samkvæmt lögum, sé ekki látið gjalda þess með starfi sínu. Þingflokkur VG minnir á að lögbundin réttindi fólks á vinnumarkaði eru ófrávíkjanleg. Brot á þeim ganga gegn friði í samfélaginu og eiga ekki að líðast.“
Ályktun samþykkt 20. október 2021.