Ný stjórn Reykjavíkurfélagsins var kosin þegar Vinstri græn í Reykjavík héldu aðalfund á Vesturgötunni í gærkvöld. Elín Björk Jónasdóttir var kosin formaður stjórnar. Aðrir nýir í stjórn eru Björgvin Viktor Færseth, Ástvaldur Lárusson og Birna Björg Guðmundsdóttir. Í stjórn voru líka kosin Aðalheiður Björk Olgudóttir, Maarit Kaipainen og Torfi Stefán Jónsson. Tveir varamenn voru kosnir, þau Kinan Kadouni og Kristín Magnúsdóttir.
Fráfarandi formaður Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson flutti skýrslu stjórnar á fundinum í gær og kom þar fram að starf VGR var líflegt á tímabilinu þrátt fyrir heimsfaraldur. Að aðalfundi loknum ræddu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stjórnmálaástandið og undirbúning sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara 14. maí á næsta ári.