PO
EN

Mikilvægi bólusetninga

Deildu 

Covid-19-heims­far­ald­ur er í mik­illi upp­sveiflu þessa dag­ana. Inn­an­landsaðgerðir voru hert­ar vegna fjölg­un­ar smita í lok síðustu viku þegar regl­ur um grímu­skyldu tóku gildi en hert­ar regl­ur taka gildi að fullu á miðviku­dag­inn, 10. nóv­em­ber. Það er mín von að með því að fara var­lega, fylgja regl­un­um og gæta að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um náum við að tak­marka út­breiðslu veirunn­ar sem allra fyrst, og vernda þannig heil­brigðis­kerfið og líf og heilsu lands­manna.

Bólu­setn­ing­ar við Covid-19 hafa skilað mikl­um ár­angri hér á landi. Fram­kvæmd bólu­setn­inga gekk vel og al­menn þátt­taka var með því mesta sem þekk­ist. Í nýrri sam­an­tekt embætt­is sótt­varna­lækn­is er fjallað um ávinn­ing bólu­setn­ing­ar. Þar kem­ur fram að ein­stak­ling­ur sem á í nán­um sam­skipt­um við Covid-smitaðan ein­stak­ling er 50% ólík­legri til að smit­ast hafi hann fengið fulla grunn­bólu­setn­ingu en væri hann óbólu­sett­ur. Lík­ur á al­var­leg­um veik­ind­um hjá bólu­sett­um ein­stak­lingi sem smit­ast eru jafn­framt um fimm­falt lægri en hjá óbólu­sett­um. Sá sem er bólu­sett­ur en smit­ast samt af Covid-19 er enn frem­ur mun ólík­legri til að smita aðra. Því hvet ég öll sem enn hafa ekki verið bólu­sett að fara í bólu­setn­ingu hið fyrsta.

Ákveðið hef­ur verið að boða um 160.000 manns um land allt í örvun­ar­bólu­setn­ingu fyr­ir ára­mót. Sótt­varna­lækn­ir hef­ur sagt að góð þátt­taka í örvun­ar­bólu­setn­ing­um gegn Covid-19, sam­bæri­leg við það sem var í bólu­setn­ing­um í vor, sé for­senda þess að við náum tök­um á út­breiðslu veirunn­ar. Einnig benda rann­sókn­ir, t.a.m. frá Ísra­el, til þess að með örvun­ar­bólu­setn­ingu megi draga veru­lega úr lík­um á smiti eða al­var­leg­um veik­ind­um af völd­um Covid-19. Á höfuðborg­ar­svæðinu verða örvun­ar­bólu­setn­ing­ar gefn­ar í Laug­ar­dals­höll 15. nóv­em­ber til 8. des­em­ber. Örvun­ar­skammt­ar eru ætlaðir þeim sem þegar eru bólu­sett­ir og verða boðnir öll­um 16 ára og eldri þegar a.m.k. 5 mánuðir eru liðnir frá grunn­bólu­setn­ingu. Mig lang­ar því að hvetja öll til að mæta einnig í örvun­ar­bólu­setn­ingu þegar það býðst.

Annað sem skipt­ir miklu núna er mönn­un bakv­arðasveit­ar heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Vegna örr­ar fjölg­un­ar Covid-19-smita með auknu álagi á heil­brigðis­kerfið bráðvant­ar fleira heil­brigðis­starfs­fólk á skrá í bakv­arðasveit­ina, og óskað er eft­ir liðsinni heil­brigðis­starfs­fólks sem er reiðubúið að koma tíma­bundið til starfa með skömm­um fyr­ir­vara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tíma­vinnu, eft­ir því sem aðstæður leyfa. Bakv­arðasveit­in er mik­il­væg­ur þátt­ur í viðbragði okk­ar við Covid-19 og öll sem skrá sig í hana eiga mikl­ar þakk­ir skild­ar.

Það er auðvitað ekki óskastaða að veir­an sé enn og aft­ur á upp­leið, en með sam­stilltu átaki komust við í gegn­um þessa bylgju, eins og við höf­um gert áður. Það er ég sann­færð um.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search