Frambjóðendur, kosningastjórnir og sveitarstjórnarráð Vinstri grænna halda sveitarstjórnarráðstefnu og skerpa á helstu línum í kosningabaráttunni þegar tæpir tveir mánuðir eru til kosninga.
Ráðstefnan verður að þessu sinni haldinn í Reykjavík, á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, laugardaginn 19. mars 2022.
Fundurinn er opinn öllum félögum VG en sérstaklega hvetjum við sveitarstjórnarfólk, frambjóðendur og önnur sem áhuga hafa á að taka þátt í sveitastjórnarbaráttunni að mæta.
Gjaldfrjálst er á fundinn. Kaffi og morgunveitingar verða á boðstólum, en hægt er að fá hádegismat gegn hóflegu gjaldi.
Að fundi loknum munum við flytja okkur fyrir á Braggann þar sem við getum glaðst saman og peppað upp stemningu fyrir komandi kosningabaráttu!
Dagskrá:
10.00 – 10.15 Bjarni Jónsson, formaður sveitarstjórnarráðs, setur ráðstefnuna.
10.15 – 10.30 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG ávarpar gesti.
10.30 – 12.00 Kynning framboðslista. Fólkið og áherslurnar framundan í hverju sveitarfélagi.
Hádegi. Myndatökur hefjast.
13.00 – 14.00 Gestur fundarins, Kristinn Jónasson, sveitarstjóri í Snæfellsbæ og umræður um hvað er að vera sveitarstjórnarfulltrúi, gagn og gaman.
14.00 – 15.00 Pallborð með örerindum, reynsla VG í sveitarstjórnum og hvernig næst árangur í samstarfi. Andrés Skúlason, Aldey Traustadóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Halldórsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.
15.00 – 15.15 Kári Sævarsson í Tvist um kosningabaráttuna.
15.00 – 16.00 Hópastarf um kosningabaráttuna, praktísk atriði, samstarf, framlag forystu, þingflokks og starfsfólks.
16.00 – 16.30 Samantekt hópstjóra.
Frjáls tími og myndatökur…..
Samverustund og léttar veitingar.
Og þegar líður á síðdegið kíkjum við í Braggann og þar á eftir á kvöldgleði Náttúruverndarþings.