Félagsfundur Svæðisfélags VG á Austurlandi verður haldinn þann 13. mars nk. kl. 10-12 í Tehúsinu, Kaupvangi 17 á Egilsstöðum.
Dagskrá fundarsins er eftirfarandi:
1. Stjórn svæðisfélags VG á Austurlandi opnar fundinn.
2. Kynning frá skrifstofu VG.
3. Uppstillingarnefnd leggur fram framboðslista VG í Múlaþingi.
4. Svandís Svavarsdóttir ávarpar fundinn.
5. Önnur mál.
Að félagsfundi loknum verður opin fundur svæðisfélags VG á Austurlandi um sveitarstjórnarmál, súpufundur, á milli kl. 12-14. Á fundinum verða sveitarstjórnarmál rædd og framboðslisti Vinstri grænna í Múlaþingi kynntur.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, verður gestur fundarins ásamt Bjarkeyju Olsen, þingmanni NA kjördæmis.
Hlökkum til að sjá sem flesta.