PO
EN

Skýrari merkingar

Deildu 

Neyt­end­ur á Íslandi hafa lengi kallað eft­ir skýr­um upp­runa­merk­ing­um á mat­væl­um. Kort­er í fimm á föstu­degi lang­ar eng­an að rífa upp les­gler­aug­un og rýna í smáa letrið til að kanna upp­runa mat­væla. Nú horf­ir til betri veg­ar. Árið 2020 var ákveðið að inn­leiða sam­eig­in­legt merki fyr­ir ís­lensk­ar bú­vör­ur und­ir for­ystu Bænda­sam­taka Íslands. Í dag mun ég kynna nýtt ís­lenskt bú­vörumerki sem gera mun þetta ein­fald­ara. Mark­miðið er að veita frum­fram­leiðend­um, mat­væla­fram­leiðend­um, versl­un­um og neyt­end­um dýr­mæta þjón­ustu.

Mat­væla­markaðir titra vegna stríðsrekst­urs

Síðustu ára­tugi hef­ur hnatt­væðing leitt til þess að vör­ur flæða heims­horna á milli. Al­mennt er litið svo á að það hafi í för með sér lægra vöru­verð. En á kostnað hvers? Það er ekk­ert ókeyp­is í þess­um heimi og sá kostnaður kem­ur fram þessa dag­ana. Það sem er ódýr­ast er ekki alltaf best. Ef við erum of háð lönd­um sem eru óstöðug að ein­hverju leyti, hvort sem er um inn­flutn­ing eða út­flutn­ing að ræða, þá get­ur sú staða komið upp að ein­fald­ir fjár­hags­leg­ir mæli­kv­arðar gefa vit­lausa mynd. Þetta er að raun­ger­ast nú þegar mat­væla­markaðir heims­ins titra vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Ég tel það hluta af því að tryggja fæðuör­yggi að gera neyt­end­um auðveld­ara að velja inn­lend mat­væli. Með því að hafa öfl­uga inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu þá erum við nær því að búa við fæðuör­yggi. Við mun­um aldrei geta fram­leitt allt sjálf og það er óraun­hæft að stefna að því. Um þær vör­ur sem fram­leidd­ar eru hér á landi gilda regl­ur sem við setj­um okk­ur sjálf, ís­lensk­ir kjara­samn­ing­ar, regl­ur um notk­un á efn­um, regl­ur um aðbúnað dýra og svona mætti lengi telja. Þess­ar regl­ur hafa oft og tíðum í för með sér auk­inn kostnað fyr­ir inn­lenda mat­væla­fram­leiðend­ur. Sé farið eft­ir ein­föld­um fjár­hags­leg­um mæli­kvörðum er því hætt við að inn­lendu vör­urn­ar eigi erfitt upp­drátt­ar í sam­keppni við vör­ur sem gilda minni kröf­ur um.

Ef við vilj­um að vör­urn­ar okk­ar séu fram­leidd­ar í sam­ræmi við bestu kröf­ur þá þurf­um við líka að sjá til þess að þær vör­ur njóti þess. Skýr­ar merk­ing­ar mat­væla eru því nauðsyn­leg­ar. Ef ekki er að því gætt þá mun fram­leiðsla fær­ast á er­lenda grund og fæðuör­yggi skerðast sem því nem­ur. Vax­andi hluti neyt­enda vill geta valið ís­lensk­ar vör­ur og leggja sig fram um að styðja ís­lenska fram­leiðslu og versl­un. Það skipt­ir máli hvernig þetta er gert svo neyt­end­ur geti verið full­viss­ir um að ekki sé verið að villa um fyr­ir þeim. Því verða út­tekt­ir með notk­un merk­is­ins í hönd­um þriðja aðila. Traust skipt­ir öllu máli ef tak­ast á að byggja upp upp­runa­merki til framtíðar líkt og lagt er upp með. Von­andi leggj­ast öll á ár­arn­ar með okk­ur í þessu verk­efni til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur.

Svandís Svavarsdóttir, mat­vælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search