Vinstri græn í Árborg boða til fundar á fimmtudaginn 24. mars klukkan 20 á Hotel Southcoast á Selfossi.
Fyrst er félagsfundur þar sem framboðslisti Vinstri grænna í Árborg verður kynntur og borinn upp til samþykktar.
Að honum loknum verður opinn fundur þar sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, heldur ávarp og ræðir við fundargesti um komandi sveitastjórnarkosningar.
Öll velkomin!