Search
Close this search box.

Ályktanir flokksráðs 25. – 26. janúar 2013

Samþykkt:

Tillaga til ályktunar um meðferð ESB-málsins

Fundur flokksráðs VG, haldinn í Reykjavík dagana 25-26. janúar 2013, lýsir stuðningi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stöðva frekari vinnu við mótun samningsafstöðu vegna viðræðnanna við Evrópusambandið, að ekki verði haldin ríkjaráðstefna um málefni Íslands á útmánuðum og að haldið verði á öðrum samskiptum þannig að ekki kalli á frekari ákvarðanatöku fram yfir kosningar.

Flokksráð telur mikilvægt að m.a. verði lagt fyrir landsfund að taka afstöðu til þess hvort leita eigi til þjóðarinnar um hvort stefna skuli að aðild að ESB og hvort gera eigi samþykki hennar í þjóðaratkvæðagreiðslu að skilyrði fyrir því að VG standi að frekari viðræðum við Evrópusambandið á nýju kjörtímabili.

Náttúran njóti vafans

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnir á að hún er umhverfissinnuð hreyfing. Telur fundurinn því nauðsynlegt að gjalda varhug við áformum um olíuvinnslu á drekasvæðinu.

Ályktun um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd (hælisleitenda)

Flokksráðfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fagnar því að Innanríkisráðherra hafi nýverið lagt fram frumvarp til breytingar á útlendingarlögum. Vonar fundurinn að þetta verði til þess að bragarbót verði í meðferð málaefna hælisleitenda hér á landi.

Heilbrigðiskerfið
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fagnar því að nú sé loks farið að myndast svigrúm hjá ríkissjóði til að auka við fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins.  Laust er að orði kveðið þegar talað er um að kerfið sé veikburða eftir áralangar tilraunir til einkavæðingar og frjálsvelta af höndum fyrrgengina ríkisstjórna. Með áframhaldandi setu rikisstjórnar sem leggur áherslu á velferð verður hægt að búa þannig um að heilbrigðiskerfið geti vaxið og dafnað og orðið við þeim kröfum sem velferðarsamfélag gerir til þess.

Rammaáætlun

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fagnar því að rammaáætlun hafi loksins verið samþykkt. Með rammaáætlun er komin forsenda til skynsamlegri auðlindanýtingar. Margar mikilvægar náttúruperlur eru nú í verndarflokki. Að sama skapi er gert ráð fyrir að hægt sé að virkja gríðarlega orku. Þessari heildarsýn hefði þurft að ná fyrir mörgum áratugum til að tryggja aðkomu almennings að ákvörðun um nýtingu auðlinda, og er hún því fagnaðarefni. Nauðsynlegt er að framhald vinnunnar byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar með varúðarregluna að leiðarljósi. Mikilvægt er að tryggja það að einkaaðilar geti ekki tekið einhliða ákvarðanir um nýtingu auðlinda sem ættu með réttu að vera eign þjóðarinnar allrar. Fundurinn vill jafnframt benda á að Ísland býr ekki við orkuþurrð.

Aðkoma starfsfólks að rekstri og arði fyriritækja.

Flokksráðsfundur VG haldinn að hótel Hilton 25. -26 janúar 2013 ályktar:

Í ljósi þeirra staðreynda að starfsfólk hefur ávalt þurft að taka á sig þrengingar og byrðar þegar illa gengur en aðeins í undantekningartilfellum orðið aðnjótandi velgengni í rekstri fyrirtækja leggur Flokksráð VG til að unnið verði að aðkomu starfsmanna að stjórnum fyrirtækja og hlutdeild í arði.

Greinargerð

Fyrirtæki, ekki síst í sjávarútvegi, hafa mörg hver notið verulegra afskrifta að undanförnu. Bankarnir velta síðan þessum afskriftum með einum eða öðrum hætti út í hagkerfið og lenda þær yfirleitt á þeim sem bera fulla ábyrgð á fjárfestingum sínum þ.e. heimilunum. Þessi sömu heimili hafa þurft gegnum tíðnina að taka á sig tekjuskerðingu ýmist vegna þenslu sem ekki mátti fara út í verðlagið eða þrenginga sem launþegar þurftu að sýna skilning á.

Í flestum rekstri er það starfsfólkið sem skapar tekjur og arð auk atvinnutækja og viðskiptasambanda. En almennt er fjármagn og tækjaeign álitin rétthærri heldur en vinnuframlag. Það er byggt á þeim misskilningi sem glögglega kemur fram í málvenjum að meintir vinnuveitendur leyfi svokölluðum launþegum að þiggja laun fyrir að fá að vinna hjá sér.

Þessu er að mörgu leiti öfugt farið. Fyrirtækin þiggja vinnuframlag starfsmanna og greiða fyrir það. Þegar vinnuframlag er selt of lágu verði skapast rými fyrir arð hjá þeim sem hafa lagt fram fé til rekstursins. Þá er sjaldnast litið til þeirra sem lögðu sig fram af atorku og dugnaði.

Þessu þarf að breyta. Þessi hugsun þarf að verða rétt og skýra raunverulegt viðskiptasamband starfsmanna og fyrirtækja.

Í raun ættu starfsmenn að virka eins og hluthafar í rekstri og hafa þannig aðkomu að stjórn og hlutdeild í arði. Hlutfallið getur verið misjafnt eftir eðli starfssemi en 30 – 50% gæti verið sanngjarn rammi. Jafnvel meira ef reksturinn byggir ekki á mikilli tækjaeign eða fjármagni.

Starfsfólk gæti eftir atvikum skipað fulltrúa í stjórn úr eigin röðum og/eða fengið utanaðkomandi aðila sem nýtur þeirra trausts til taka sæti ef rekstur er flókinn og krefst þekkingar sem starfsfólk telur sig ekki hafa. Með sæti í stjórn kemur starfsfólk að ákvörðunum um launastefnu og úgreiðslu arðs.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search