PO
EN
Search
Close this search box.

Ályktanir flokksráðs 27. janúar 2018

Samþykkt:
  1. Um stuðning við sjálfstæðishreyfingar:

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs haldinn í Reykjavík 27. janúar 2018 skorar á þingmenn og ráðherra VG að vera vakandi í stuðningi við sjálfstæðishreyfingar þjóða og skjótir til viðurkenningar, þegar þær lýsa yfir sjálfstæði.

  1. Tillaga um nýja aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi

Flokksráðsfundur VG á Grand Hótel 27. janúar 2018 felur stjórn hreyfingarinnar að skipa í starfshóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gegn einelti og kynbundnu ofbeldi. Hópurinn mun fara yfir áætlunina með athugasemdir sem komið hafa fram í tengslum við #metoo byltinguna til hliðsjónar. Umræða þarf að fara fram innan hreyfingarinnar á breiðum grundvelli, til dæmis á opnu málþingi, og ný aðgerðaáætlun verður svo kynnt flokksráði á fundi ráðsins í ágúst þar sem hún verður borin upp til samþykktar.

  1. Tillaga um skipan starfshóps um mótun stefnu gegn spillingu

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Grand hótel 27. janúar 2018, samþykkir:

Að skipaður verði starfshópur er hafi það verkefni að móta stefnu VG gegn spillingu og leggi fram að vori tillögu að stefnu sem og aðgerðaáætlun, sem sýni hvernig VG hyggst vinna að útrýmingu spillingar í íslensku samfélagi.

Starfshópurinn skal í tillögu sinni að stefnu taka mið af því starfi, sem unnið hefur verið af Transparency International, sem og skilgreiningu þeirra samtaka á spillingu og öðrum hugtökum sem skilgreina þarf.

Ályktanir sem sendar voru áfram til sveitastjórnarráðs voru tvær.

  1. Aukið íbúalýðræði

Ályktun um breytingar á sveitastjórnarlögum nr. 138/2011.

  1. Um félagsþjónustu sveitarfélaga

Ályktun um breytingar á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search