Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 og formaður þingflokks

Bjarkey Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík, 27.febrúar 1965. Hún ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 15 ára aldurs er hún flutti til Ólafsfjarðar. Maki Bjarkeyjar er Helgi Jóhannsson, útibústjóri. Bjarkey á þrjú börn, þau Tímon Davíð Steinarsson, Klöru Mist og Jódísi Jönu. Bjarkey Gunnarsdóttir útskrifaðist með B.ed. próf frá KHÍ með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar árið 2005. Hún er einnig með diplóma í náms-og starfsráðgjöf frá HÍ árið 2008.

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.