Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Formaður fjárlaganefndar, situr atvinnuveganefnd og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES. Bjarkey er varaformaður þingflokks VG.

Bjarkey Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík, 27. febrúar 1965. Hún ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 15 ára aldurs er hún flutti til Ólafsfjarðar. Maki Bjarkeyjar er Helgi Jóhannsson, útibústjóri. Bjarkey á þrjú börn, þau Tímon Davíð Steinarsson, Klöru Mist og Jódísi Jönu. Bjarkey Gunnarsdóttir útskrifaðist með B.ed. próf frá KHÍ með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar árið 2005. Hún er einnig með diplóma í náms-og starfsráðgjöf frá HÍ árið 2008. Bjarkey hefur verið þingismaður Norðausturkjördæmis frá árinu 2013.

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.