PO
EN

Orri Páll Jóhannsson

Formaður þingflokks VG. Situr í framtíðarnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Orri Páll Jóhannsson

Fæddur í Reykjavík 19. maí 1978. Foreldrar: Jóhann Pálsson (fæddur 15. janúar 1952, dáinn 17. nóvember 1986) framkvæmdastjóri og Sigrún Bergljót Björnsdóttir (fædd 13. júlí 1950) kennari og námsráðgjafi. Maki: Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange (fæddur 16. júní 1974) nemi og leiðbeinandi á leikskóla. Foreldrar: Jóhannes Hrafn Þórarinsson og Eva María Lange Þórarinsson.

Stúdentspróf MH 1998. Búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2000. BS-próf í vistfræði og umhverfisvernd frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs að Ási 2005.

Verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænfánans) hjá Landvernd 2008–2012. Landvörður og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 2012–2015. Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar og þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 2015–2017. Aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra 2017–2021.

Fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefnd MH 2000–2017. Fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra í háskólaráði LBHÍ 2009–2013. Í stjórn Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi 2015–2018. Í stjórn Reykjavíkurfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2016–2018. Í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2017–2021.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður janúar–febrúar, apríl og september 2017, september, nóvember og desember 2019 og júní 2020 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Launuð störf og tekjumyndandi starfsemi

 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search