EN
PO
Search
Close this search box.

Svandís Svavarsdóttir

Innviðaráðherra

Svandís Svavarsdóttir er fædd á Selfossi, 24.ágúst 1964. Svandís er gift Torfa Hjartarsyni, lektor. Svandís á fjögur börn: Odd, Auði, Tuma og Unu. Svandís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. Hún er með BA-próf í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands síðan 1989. Einnig stundaði hún framhaldsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands 1989-1993.

Framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2005–2006. Borgarfulltrúi í Reykjavík 2006–2009. Umhverfisráðherra 10. maí 2009 til 1. september 2012. Fór með menntamálaráðuneytið í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur 31. maí til 31. október 2011. Umhverfis- og auðlindaráðherra 1. september 2012, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013. Heilbrigðisráðherra síðan 30. nóvember 2017.

Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 2003–2005. Varafulltrúi í menntaráði Reykjavíkurborgar 2004–2006. Í stjórn ÍTR 2005–2006. Í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkur 2006–2007. Í skipulagsráði Reykjavíkur 2006–2009. Fulltrúi í Jafnréttisráði 2007–2009. Varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 2007–2009. Í borgarráði Reykjavíkur 2007–2009. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkur 2007–2009. Í Þingvallanefnd 2013–2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2009 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2014 og 2016–2017, þingskapanefnd 2014–2016, umhverfis- og samgöngunefnd 2014–2016, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2013–2017.

Umhverfisráðherra 2009–2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2017–2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021-

Kjörbréfanefnd 2021

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search