Search
Close this search box.

Svandís Svavarsdóttir

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Svandís Svavarsdóttir er fædd á Selfossi, 24.ágúst 1964. Svandís er gift Torfa Hjartarsyni, lektor. Svandís á fjögur börn: Odd, Auði, Tuma og Unu. Svandís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. Hún er með BA-próf í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands síðan 1989. Einnig stundaði hún framhaldsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands 1989-1993.

Framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2005–2006. Borgarfulltrúi í Reykjavík 2006–2009. Umhverfisráðherra 10. maí 2009 til 1. september 2012. Fór með menntamálaráðuneytið í fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur 31. maí til 31. október 2011. Umhverfis- og auðlindaráðherra 1. september 2012, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013. Heilbrigðisráðherra síðan 30. nóvember 2017.

Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 2003–2005. Varafulltrúi í menntaráði Reykjavíkurborgar 2004–2006. Í stjórn ÍTR 2005–2006. Í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkur 2006–2007. Í skipulagsráði Reykjavíkur 2006–2009. Fulltrúi í Jafnréttisráði 2007–2009. Varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 2007–2009. Í borgarráði Reykjavíkur 2007–2009. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkur 2007–2009. Í Þingvallanefnd 2013–2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2009 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2014 og 2016–2017, þingskapanefnd 2014–2016, umhverfis- og samgöngunefnd 2014–2016, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2013–2017.

Umhverfisráðherra 2009–2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2017–2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021-

Kjörbréfanefnd 2021

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search