Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 19. ágúst 2017. 

Lagt til að Svandís Svavarsdóttir stýri fundi – tillagan samþykkt.

Elín Oddný Sigurðardóttir og  ritaði fundargerð.

Fundur settur klukkan 10.30

  1. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG ávarpar fundinn.
  2. Ályktanir frá síðasta landsfundi sem vísað var til stjórnar og afdrif þeirra, Elín Oddný Sigurðardóttir ritari stjórnar kynnir.
  3. Óli Halldórsson, oddviti VG í Norðurþingi ræðir aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2018. Umræður um málefni sveitarstjórna og kosningarnar framundan. Sveitarstjórnarfulltrúar ræða áskoranir og tækifæri framundan.

Hlé gert á fundi vegna hádegisverðar kl. 12.13

Fundur settur að nýju kl. 13.00

  • Hópstjórar málefnahópa kynna stöðuna á málefnavinnu fyrir landsfund. Umræður og fyrirspurnir til hópstjóra um málefnastarfið.
  1. Alþjóða- og mannréttindahópur

Hópstjórar; Auður Lilja Erlingsdóttir og Daníel Haukur Arnarsson

Daníel Haukur Arnarson kynnir stöðuna. Hópurinn hefur fundað þrisvar og vinnur talsvert gegnum netið.

Uppleggið er að skerpa á mannréttindahluta í fyrirliggjandi lýðræðis- og mannréttindastefnu hreyfingarinnar. Einnig er unnið að undirbúningi ályktana.  Daníel hvetur félaga til að hafa samband við sig eða Auði til að koma með ábendingar. Katrín bendir á mikilvægi þess að huga að málefnum norðurslóða í alþjóðamálum.

  • Atvinnuhópur

Hópstjórar: Bergþóra Benediktsdóttir og Elías Jón Gujónsson

Bergþóra kynnir vinnu í atvinnumálahópi, nú eru starfandi hópar um sérstakar atvinnugreinar s.s sjávarútvegsmál. Unnið er að undirbúningi sérstakrar nýsköpunarstefnu. Bergþóra hvetur félaga til að hafa samband við sig eða Elías til að koma með ábendingar og athugasemdir. Sóley Björk bendir á að huga að byggðarsjónarmiðum. Steingrímur fagnar því að unnið sé að heildstæðri nýsköpunarstefnu.

  • Efnahagshópur

Hópstjórar; Björn Valur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir

Katrín kynnir vinnu í efnahagshópi. Hópurinn hefur hitt sérfræðinga og gesti um ýmis afmörkuð mál flokkarnir eru fjármálakerfið, gjaldmiðlamál, ríkisfjármál og skattar og gjöld. Mikilvægt að tryggja jöfnuð bæði með skattheimtu og ráðstöfun á opinberu fé. Hópurinn hyggst halda opinn fund í byrjun september þar sem drög að stefnunni eru kynnt. Svandís bendir á mikilvægi grænna áhersla og hagsæld umfram hagvöxt. Jakob spyr um útfærslur á hugmyndum um samfélagsbanka.

  • Jafnréttishópur

Hópstjórar; Andrea Hjálmsdóttir og Gestur Svavarsson

Gestur Svavarsson kynnir. Kvenfrelsisstefna VG er tiltölulega nýsamþykkt. Hópurinn vinnur helst að undirbúningi ályktana fyrir landsfund. Til umræðu hefur verið m.a launamunur kynjanna, fæðingarorlof, tálmanir, margföld mismunun, kynjakerfið og menntun, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Gera þarf skurk í jafnréttindaáætlunum sveitarfélaga, konur og karlar í íþróttum, fangelsismál, málefni fíkla og meðferðarmál. Hópurinn hyggst funda í næstu viku og hefja þá vinnuna. Steinunn Þóra minnir á mikilvægi sérstöðu fatlaðra kvenna í umræðunni um margþætta mismunun. Rósa Björk bendir á mikilvægi ráðgjafar og aðstoðar í tálmunarmálum.

  • Húsnæðishópur

Hópstjórar; Kolbeinn Stefánsson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kynnir vinnu í húsnæðishópi. Húsnæðismál eru mannréttindamál. Hópurinn hefur fundað einu sinni og haft samskipti á netinu. Unnið er útfrá stefnu sem samþykkt var 2013. Mikilvægt að skerpa á henni og breyta í takt við stöðuna í málaflokknum. Hópurinn hefur einnig hitt sérfræðinga. Húsnæði þarf að vera öruggt og á viðráðanlegu verði. Gera fólki kleift að kaupa eigið húsnæði eða hafa aðgang að tryggu langtímaleiguhúsnæði. Vistvænar byggingar og minni íbúðir. Stefnt er á opin fund í Reykjavík í lok ágúst sem verður líka hægt að nálgast á Skype. Edward bendir á mikilvægi að skerpa á hlutverki sveitarfélaga og lagaramma í kring um það. Andrés bendir á að við verðum að taka utan um Airbnb. Fjölnir ræðir möguleika á að sveitarfélög stofni leigufélög. Elín bendir á að þó að stefnan frá 2013 sé góð megi einfalda orðalag og nota mannamál. Steingrímur telur að sveitarfélög þurfi að nýta sér uppbygginu almennra íbúða til að auka framboð af leiguhúsnæði.

  • Neytendamálahópur

Hópstjórar; Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jakob Jónsson

Jakob Jónsson kynnir, útgangspunkturinn er áhersla á breytt hlutverk neytenda. Samræma neyslu við umhverfissjónarmið og sanngjarna framleiðsluhætti. Áhersla á umhverfi, siðrænna viðskiptahátta, minnka mengun, auka vald neytenda sérstaklega með tilliti til lánastarfssemi. Efla opinbert eftirlig með matvæla, ferða-og húsnæðismarkaði. Hópurinn stefnir að opnum fundi fyrir landsfund. Drífa bendir á mikilvægi þess að stöðugleiki getur ekki ríkt í láglaunaumhverfi. Eddi bendir á að mikilvægt er að tryggja afkomu launafólks sem hluta af siðrænni framleiðslu. Svandís nefnir 3 hugtök, neysluhyggja, vistpor og plast.

  • Orkumálahópur

Hópstjórar; Álfheiður Ingadóttir og Orri Páll Jóhannsson

Orri Páll Jóhannsson kynnir hópurinn hóf vinnuna með fundi með þingmönnum okkar í umhverfis-og samgöngunefnd. Skoða þarf orkuspá, orkuöflun og orkudreifing. Hópurinn heldur opinn fund í næstu viku.  Ólafur Kjartans bendir á mikilvægi þess að sveitarstjórnarmenn hafi aðgang að óháðum sérfræðingum í orkumálum það stórlega vantar. Cesil bendir á nauðsyn þess að rafvæða hafnir landsins. Katrín bendir á að ræða þurfi smávirkjanir sem ekki þurfa umhverfismat. Þurfum að ræða virkjanamálin almennt. Verðum líka að lenda málinu um sæstreng. Friðrik Dagur minnir á ákveðna skekkju í 2. áfanga rammaáætlunar upp á hvaða virkjanakostir fara í biðflokk. Verðum líka að skoða möguleika vindorku. Bjarni Jóns bendir á skort á óháðum ráðgjöfum til handa sveitarstjórna. Landsnet er ekki óháður aðili. Mikilvægt að halda því til haga.  Andrés Skúla bendir á hættuna á því að samnýta smávirkjanir þannig að úr verður ein stór virkun. Landsnet upplýsir ekki sveitarfélögin um útgefin rannsóknarleyfi þrátt fyrir skipulagsvald þeirra. Orri Páll tekur umræðuna saman og mun nýta ábendingar áfram inn í vinnu hópsins.

  • Sjávarútvegsmál

Hópstjórar; Edward Huijbens og Svandís Svavarsdóttir

Edward Huijbens kynnir. Mikilvægt að arðurinn skili sér til þjóðarinnar, sjálfbæra nýtingu tryggja þarf byggðarsjónarmið og stöðugleika í rekstri. Friðrik spyr hvort við viljum sátt í sjávarútvegi. Lilja Rafney bendir á mikilvægi samfélagsþáttarins í kring um sjávarútveginn. Hagsmunaaðilar í greininni ráða of miklu. Hvernig ætlum við að forgangsraða og hvaða slagi ætlum við að taka? Viljum við róttækar kerfisbreytingar í raun? Steingrímur varar við markaðsvæðingartilburðum í greininni. Sigríður Gísla bendir á mikivægi stefnu um fiskeldi. Edward tekur málið saman og hópurinn vinnur áfram fram að landsfundi.

  • Sveitastjórnarmálahópur

Hópstjórar; Ólafur Þór Gunnarsson og Sif Jóhannesdóttir

Ólafur Þór kynnir. Hópurinn hefur hist fjórum sinnum. Einnig eru talsvert samskipti í gegnum netið. Hópurinn stefnir á að halda einn opinn fund fyrir landsfund. Mikilvægt að horfa á sveitarfélögin til lýðræðisvettvang og veitendur þjónustu. Nærþjónusta, íbúalýðræði og samstarf sveitarfélaga. Mikilvægt að nota þjónustu sveitarfélagsins sem jöfnunartæki. Sæmundur spyr hvort við ætlum að hafa einhverja línu varðandi sameiningu sveitarfélaga og hugmynd um hugsanlegt þriðja stjórnsýslustig. Kristbjörn bendir á mikilvæg þess að það vantar millistig milli félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga og annarra húsnæðisúrræða. Mikilvægt að setja stefnu í námsgögnum til grunnskólabarna. Bjarni Jóns bendir á að erfitt getur reynst að fá fólk til að bjóða sig fram til sveitarstjórna. Hvað leggjum við til í skattamálum? Þjónustan kostar.

  • Umhverfis- og loftslagsmálahópur

Hópstjórar; Einar Bergmundur, Hildur Knútsdóttir og René Biasone

René Biasone kynnir vinnu umhverfishóps. Kolefnishlutleysi fyrir 2040. Hækka þarf kolefnisskatt á losun, loka mengandi stóriðju, minnka kolefnisspor, hætta við áform um sæstreng, hvetja fyrirtæki til að hreinsa útblástur. Vinna þarf að úrbótum í fráveitumálum, draga úr metanlosun, draga úr neyslu og matarsóum. Standa þarf vörð um náttúru íslands í heild sinni. Líf bendir á að framleiðendur þurfa að bera ábyrgð á því sem þeir framleiða.  Hildur Trausta bendir á að fyrirtæki í orkuiðnaði skuli uppfylla skilyrði starfsleyfa. Ekki bara stórmarkaðir sem sóa mat, líka mötuneyti og veitingahús ofl. Orri Páll biður um að lögð verði áhersla á umhverfisfræðslu. Bent er á mikilvægi annarra vistkerfa s.s hafsvæða. Tengja þarf umhverfismálin við umræðuna um orkumál. Þurfum að huga að neysluvatninu. René hvetur fundargesti til að setja sig í samband við hópstjóra til að koma ábendingum á framfæri.

  • Velferðar-, heilbrigðis- og menntamálahópur

Hópstjórar; Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Sigursteinn Másson

Sigríður Gísladóttir kynnir starf hópsins. Stefna í heilbrigiðis-og velferðarmálum ásamt mennta-og menningarmálum var samþykkt á síðasta landsfundi. Hópurinn hefur fundað einu sinni og heldur fund í næstu viku. Áhersla á nærþjónustu, forvarnir og lýðheilsu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ræða þarf málefni heilsugæslustöðvanna og hvort við viljum að sveitarfélögin reki þær. Einnig þarf að tryggja geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Skerpt á orðalagi varðandi notendastýrða persónulega aðstoð. Sóley Björk bendir á að sveitarfélög fókusera mikið á íþróttir en lítið á lýðheilsu. Erfitt fyrir sveitarfélög að veita þjónustu sem er á könnu ríkisins þegar fjármagn er af skornum skammti. Ólafur Kjartans bendir á mikilvægi umræðu um verknám. Friðrik Dagur bendir á mikilvægi þess að auka sveigjanleika í kennarastarfinu. Á meðan aðrir fá aukið svigrúm er verið að minnka sveigjanleika í starfi kennara. Þurfum að ræða styttingu framhaldsskólans. Óli Þór bendir á að sveitarfélögin geti tekið lýðheilsumálin til sín.

  • Vinnumarkaðs- og verkalýðsmál

Hópstjórar; Drífa Snædal og Torfi Stefán Jónsson

Drífa Snædal kynnir starf hópsins. Mikilvægt að tengja saman vinnumarkaðsmál og velferðarkerfið. Velferðar- og skattkerfið skiptir máli í láglaunaumhverfi. Grunneðli verkalýðsbaráttunnar er það sama og fyrir 100 árum. Barátta milli arðs atvinnurekenda og launa. Heilbrigði, menntun og lífsgæði. Áhersla á sterkt velferðarkerfi. Auka menntun í iðn-og tæknigreinum, afnema aldurstakmörk í framhaldsskóla. Afnema kynbundin launamun. Innleiða keðjuábyrgð í atvinnulífinu. Að skattleysismörk miðist við lágmarksframfærlsu. Mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði stéttarfélaga. Jakob bendir á stöðu verktaka, vantar vottun og eftirlit. Gestur bendir á að ungt fólk stendur illa á vinnumarkaði og verður fyrir því að brotið er á réttindum þeirra. Lilja Rafney bendir á að verið er að nota sjálfboðaliða í ferðaþjónustu þetta þarf að passa upp á. Kristbjörn bendir á mikilvægi þess að efla starfsmenntun í sem flestum geirum. Bergþóra bendir á mikilvægi þess að taka tillit til tækninýjunga og meiri sjálfvirkni.

Kaffihlé gert á fundi kl. 15.22

Fundur hefst að nýju kl. 15.36

  • Almennar stjórnmálaumræður.

Ari Trausti ræðir um málefni sveitarstjórna. Í suðurkjördæmi eru 20 sveitarfélög. Erfitt reynist að fá fólk í starfið í kjördæminu. Þurfum að hefja sókn til að koma okkar áherlsum að í næstu kosningum.

Helga Tryggvadóttir ræðir málefni united silicon í Helguvík. Stjórn VG á suðurnesjum flutti skilaboð til fundarins.

Skilaboð frá stjórn VG á Suðurnesjum

Stjórn VG á Suðurnesjum óskar eftir því að forsvarsmenn VG, stofnanir hennar og hreyfingin öll beiti sér fyrir endalokum stóriðju í Helguvík. Koninn er tími til að harmsaga United Silicon taki enda og að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar njóti vafans. Nú hefur einn ofn verið gangsettur og fram að þessu hefur fyrirtækið ekki ráðið við að það verkefni með afleiðingum sem íbúar líða fyrir. Einnig er óhugsandi að Thorsil taki til starfa og auki þannig á það fordæmalausa ástand sem ríkir þar sem stóriðju er fundinn staður má segja inni í íbúabyggð.

Ef ýtrustu áætlanir um kísilframleiðslu ná fram að ganga verða 9 ofnar í gangi í Helguvík. Sem sagt nífalt meiri líkur á því sem kallað hefur verið óhöpp, byrjunarefiðleikar og annað í þeim dúr. Þetta þýðir nífaldar líkur á óþægindum, veikindum, óvissu og óöryggi íbúa. Það er með ólíkindum að í samfélagi sem telur sig vera til fyrirmyndar í samfélagi þjóða séu íbúar, að þeim forspurðum, notaðir sem tilraunadýr í því sem virðist hafa þróast út í lýðheilsutilraun þar sem heilsa og vellíðan fólks er að veði.

VG á Suðurnesjum hefur ekki aðkomu að stjórn Reykjanesbæjar sem fer með málefnið á sveitarstjórnarstigi og þar sem verkefnð, endalok stóriðju í Helguvík, er risavaxið óskar stjórnin eftir því að  VG beiti sér af öllu afli með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi.

Steingrímur Sigfússon bendir á mikilvægi þess að við náum í nýtt fólk til starfa, ekki bíða eftir að það bjóð sig fram. Mikilvægt að halda til haga málefnabundinni umræðu um stjórnmál varast skal lýðskrum og pópulisma.

Edward Huijbens fer yfir stöðu hreyfingarinnar á landsvísu, mikilvægt að það færist frá landsmálum yfir á sveitarstjórnastigið. Fulltrúar okkar búa yfir miklum dugnaði og vinnuþreki. Edward þakkar Birni Vali Gíslasyni fyrir vel unnin störf sem varaformaður og lýsir jafnfram yfir framboði til embættis varaformanns á landsfundi sem haldinn verður í byrjun október.

Ólafur Kjartansson ræðir um frelsi, við þurfum að endurheimta frelsishugtakið úr klóm nýfrjálshyggjunnar. Við þurfum öflugt velferðarkerfi til að tryggja frelsi íbúanna.

Lilja Rafney Magnúsdóttir ræðir málefni sauðfjárbænda. Staðan er grafalvarleg. Kjaraskerðing upp á 35% er eitthvað sem gengur ekki. Við getum ekki gert ekki neitt.

Gerður Gestsdóttir leggur áherslu á málefnum innflytjenda þarf að skerpa á þessu í allri málefavinnu. Innflytjendur eru í mörgum málaflokkum jaðarsettur hópur og uppruni er breyta sem þarf að taka tillit til við alla stefnumótun.

Sigríður Gísladóttir formaður svæðisfélags VG á vestfjörðum. Sigríður vill fá að vita afstöfu Vinstri-grænna til fiskeldis í hafkvíum. Fólksfækkun er verulegt vandamál á vestfjörðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir ræðir kjör og starfsumhverfi kennara. Hvaða lausnir eru í sjónmáli? Getum við notað lýðræðislegar nálganir í lausn á þessu stóra viðfangsefni.

Matthías Sævar Lýðsson ræðir um flokksstarfið. Huga þarf að málefnum sauðfjárbænda, staðan er grafalvarleg. Sauðfjárbændur eru að gefast upp og margir að huga að því að bregða búi.

Fjölnir Sæmundsson  bendir á að standa þarf vörð um heilbrigðisnefndir sveitarfélaga og heilbrigðiseftirlit. Ekki má gefa umhverfisstofnun of mikil völd.

Hildur Traustadóttir þakkar Hallgerði fyrir vel unni störf við flokksráðsfundinn og ræðir samgöngumál. Hvað má rukka lengi í Hvalfjarðargöngin? Skattheimta á landsbyggðina. Þurfum stórátak í samgöngumálum.

Ingibjörg Þórðardóttir ræðir skólamál. Mannekla í skólum er orðin svo alvarleg að búast má við skertri kennslu, er þetta ásættanlegt? Þurfum sameiginlegt átak í málinu. Mikilvægt að leysa þetta.

Einar Ólafsson ræðir um mikilvægi þess að útrýma fátækt á íslandi. Fátækt er pólitísk ákvörðun. Við getum leyst þetta, sveitarfélög og ríki í sameiningu. Einar bendir á pistil sinn á heimasíðu Ögmundar Jónassonar sem birtur var í apríl sl.

Elva Dögg Ásudóttir fer yfir málefni sveitarstjórna. Húsnæðismálin eru brýn mál Hafnarfjarðarbær er að skoða stofnun leigufélags sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða. Mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að vera í meira samstarfi. Hún hefur sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur verið með opið hús sem hefur gefið góða raun.

Edward Huijbens leggur fram eftirfarandi ályktun

Fundarstjóri ber upp hvort fundirinn vilji taka tillöguna til afgreiðslu með afbrigðum. Samþykkt að taka ályktunina á dagskrá með afbrigðum. Umræður um framkomna ályktun.

Eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, haldin að Logalandi í Borgarfirði 19. ágúst 2017, ályktar um samræmdar áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar vorið 2018. Flokksráð felur málefnahópi um sveitarstjórnarmál og sveitarstjórarráði umboð til að móta megináherslur í kosningum sem lögð verði fyrir landsfund í október næstkomandi. Þessar áherslur getur hvert framboð lagað að staðháttum hjá sér. Mikilvægt er að móta stefnu í samvinnu við þingflokk um tekjuöflunarleiðir sveitarfélaga. 

Katrín Jakobsdóttir ávarpar fundinn.

Fundi slitið kl. 16.40         

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search