Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 24.-25. ágúst 2012

  1. Katrín Jakobsdóttir setti fund, kynnti dagskrána framundan og drög að reglum um forval og uppstillingu.
  2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kynnti umræður og niðurstöður af sveitarstjórnarráðstefnu
  3. Pallborð um störf Alþingis með þátttöku Björns Vals Gíslasonar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Álfheiðar Ingadóttur og Árna Þórs Sigurðssonar undir stjórn Ólafs Þórs Gunnarssonar.
  4. Kynning ályktana: Inga Sigrún Atladóttir gerði grein fyrir ályktun um samskipti Íslands við aðrar þjóðir eða þjóðabandalög og Þorvaldur Þorvaldsson gerði grein fyrir ályktunum um fjármálastarfsemi og rafmagnssæstreng.
  5. Hópastarf:
    1. Samræmdar forvalsreglur
    1. Kosningabarátta
    1. Innri mál
    1. Sveitarstjórnarmál
  6. Málefnahópar:
    1. Landbúnaðarstefna
    1. Utanríkismál og stefna um málefni Íslands og norðurslóða
    1. Lýðræðisstefna
    1. Kvenfrelsisstefna og viðbragðsáætlun vegna kynbundins ofbeldis
  7. Kynning á niðurstöðum málefnahópa:
    1. Drífa Snædal kynnti niðurstöðu hóps um kvenfrelsisstefnu og viðbragðsáætlun vegna kynbundins ofbeldis. Vísað til stjórnar til afgreiðslu.
    1. Sigurður Magnússon kynnti niðurstöðu hóps um lýðæðisstefnu. Vísað til stjórnar til frekari vinnslu.
    1. Katrín Jakobsdóttir kynnti niðurstöðu hóps um landbúnaðarstefnu. Vísað til frekari vinnslu hjá landbúnaðarhópi sem þegar starfar innan flokksins.
    1. Einar Ólafsson kynnti niðurstöðu hóps um utanríkismál og stefnu um málefni Íslands og norðurslóða. Vísað til stjórnar til frekari vinnslu.
  8. Kynning á niðurstöðum hópastarfs:
    1. Katrín Jakobsdóttir kynnti niðurstöðu starfshóps um kosningabaráttuna.
    1. Andrea Hjálmsdóttir kynnti niðurstöðu starfshóps um innri mál.
    1. Bjarkey Gunnarsdóttir kynnti niðurstöðu starfshóps um sveitarstjórnarmál.
    1. Sóley Tómasdóttir kynnti tillögu starfshóps um samræmdar forvalsreglum, auk eftirfarandi breytingartillögu frá henni og Árna Þór Sigurðssyni:

Í lok 16. greinar bætist við eftirfarandi setning: „Í samræmi við 3. gr. laga VG skal tryggt að á framboðslistum flokksins í heild, sem og í þau sæti sem kosið er sérstaklega, skuli hlutfall kynja vera sem jafnast.“

Breytingartillagan var samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða gegn átta.

Forvalsreglurnar samþykktar svo breyttar með öllum greiddum atkvæðum.

  • Afgreiðsla ályktana:
  • Ályktun til stuðnings Pussy Riot

Snærós Sindradóttir fram eftirfarandi breytingartillögur:

  • Í stað orðanna „í málaferlum yfir“ komið orðið „gagnvart“.

Samþykkt með einu mótatkvæði.

  • Undir lok fyrstu setningar bætist eftirfarandi við: „sem hlotið hafa tveggja ára dóm fyrir friðsamleg mótmæli.“

Samþykkt samhljóða.

Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Ályktun um samskipti Íslands við aðrar þjóðir eða þjóðabandalög

Málefnahópur um utanríkismál og stefnu um málefni Íslands og norðurslóða lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:

  • Inn í fyrstu setningu seinni málsgreinar bætist orðin „í samfélaginu“.
    Samþykkt samhljóða.
  • Að síðasta setning ályktunarinnar falli út en í staðinn komi setningin: „Flokksráð VG fagnar þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram.
    Samþykkt samhljóða.

Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Ályktun gegn takmörkun tjáningarfrelsis

Málefnahópur um lýðræðisstefnu lagði til að ályktunin orðist svo:

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs leggur til að hafin verði vinna við endurskoðun á þeim ákvæðum íslenskra laga sem varða þau sjálfsögðu mannréttindi að mótmæla. Dæmi um forneskjuleg lög sem enn eru í gildi er 95. grein almennra hegningarlaga sem bannar svokallaða smánun á erlendu ríki sem og 125. grein almennra hegningarlaga sem banna guðlast.

Það er grundvallaratriði að á Íslandi ríki tjáningarfrelsi og að ekki sé hægt að beita úreltum lögum fyrir sig í tilraun til þöggunar. Ísland vill verða brautryðjandi á sviði mannréttinda og endurskoðun laganna gæti verið lykilskref í þá átt.

Ályktunin samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða gegn tveimur.

  • Ályktun um auglýsingar á æðstu stöðum hjá hinu opinbera

Álfheiður Ingadóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillög:

  • Að taka orðið „æðstu“ út og þar með breyta titli ályktunarinnar líka.

Breytingartillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Ályktunin svo breytt samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  • Tillaga að ályktun um fjármálastarfsemi

Samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm að vísa ályktuninni til þingflokks og stjórnar.

  • Tillaga að ályktun um rafmagnssæstreng

Álfheiður Ingadóttir lagði til að ályktuninni yrði vísað til stjórnar og þingflokks.

Málsmeðferðartillagan felld með meirihluta atkvæða.

Svandís Svavarsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að síðari tvær málsgreinarnar falli burt.

Samþykkt með þorra atkvæða gegn sex.

Þuríður Backman lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að í stað orðanna „hafnar alfarið“ komi orðin „varar við“

Samþykkt með 15 atkvæðum gegn 13.

Ályktunin samþykkt svo breytt meirihluta atkvæða.

  • Tillaga að almennri stjórnmálaályktun – borin upp með afbrigðum

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Halla Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að á undan „árangri“ í fyrstu setningu komi orðið „ótvíræða“ og að orðin „uppbygginu íslensks efnahagslífs og varðstöðu um velferðarkerfið frá hruni.“ falli út.

Fellt með þorra atvæða gegn sex.

Svandís Svavarsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að í stað orðsins „endurreisn“ komi orðin „auknum jöfnuði, uppbyggingu“

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Cecil Haraldsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að í stað orsðins „þeim“ komi „Betur má ef duga skal og“

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn fjórum.

Tillagan samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Fundi slitið kl. 14.40.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search