PO
EN

Flokksráðsfundur 24.-25. febrúar 2012

  1. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksráðs setti fund, ræddi áherslur í starfinu framundan og
    kynnti drög að reglum um forval og uppstillingu. Auk þess lagði hún fram tillögu um
    fundarsköp sem voru samþykkt samhljóða.
  2. Gísli Árnason mælti fyrir eftirfarandi dagskrártillögu:
    Ræðutími fjögurra ráðherra og frummælenda verði styttur í 10 mínútur. Síðan verði hafnar
    almennar umræður um stjórnmálaástandið og stöðu VG sem mælist nú allt niður í 8% fylgi í
    skoðanakönnunum. Fundarmenn fái 5 mínútna ræðutíma og 3 mínútur ef tekið er til máls á ný.
    Sérstaklega verði tekið til umfjöllunar brottvikning fyrrverandi sjávarútvegs- og
    landbúnaðarráðherra sem fékk hátt á annað hundrað stuðningsyfirlýsingar um að halda stöðu
    sinni sem ráðherra málaflokksins, en stuðningslistinn birtist í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum.
    Það er með öllu óþolandi að forysta VG vinni með þeim hætti að hafna sjónarmiðum alls þorra
    flokksmanna og kjósenda og fari gegn afdráttarlausum samþykktum flokksins sem hafnar alfarið
    aðild að Efnahagsbandalaginu.
    Þá hefur flokksforystan ekkert umboð til að leggja niður Sjávarútvegs- og
    landbúnaðarráðuneytið.
    Flokksforystan hefur haldið þannig á málum að leitt hefur til sundrungar en ekki til samstöðu og
    einingar.
    Árni Steinar Jóhannesson
    Bjarni Harðarson
    Gísli Árnason
    Hörður Ingimarsson
    Tillagan var felld með 43 atkvæðum gegn 7.
  3. Steingrímur J. Sigfússon ræddi um atvinnumál karla og kvenna, stjórn fiskveiða og stöðu í
    viðræðum við ESB.
  4. Svandís Svavarsdóttir ræddi um vinstrið og framtíðina.
  5. Ögmundur Jónasson ræddi innanríkismálin vítt og breitt.
  6. Almennar stjórnmálaumræður
  7. Afgreiðsla ályktana:
    1) Ályktun um bætt samskipti innan flokksins
     Elín Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Nafni ályktunarinnar verði breytt í „Ályktun um innri vef á heimasíðu flokksins.
    Samþykkt samhljóða.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.
    2) Ályktun um aðskilnað banka- og fjármálastarfsemi
     Héðinn Björnsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:
    Í stað orðanna „Kjörnir fulltrúar“ komi „þingmenn“ og að síðast
    Samþykkt samhljóða .
    Að síðasti hluti ályktunarinnar, „án þess að hafa fengist tekið fyrir.“ falli út.
    Samþykkt samhljóða.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.
    3) Ályktun um landsdóm
     Elín Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Í stað orðsins „andstyggð“ komi „andstöðu“
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
     Katrín Jakobsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Í stað orðanna „á frumvarpi“ komi orðin „við þingsályktunartillögu“ og jafnframt að í
    greinargerð verði orðinu „Frumvarp“ skipt út fyrir orðið „Tillaga“.
    Samþykkt með öllum greiddm atkvæðum.
     Álfheiður Ingadóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Að í fyrstu línu verði orðið „andstyggð“ verði skipt út fyrir orðið „andstöðu“ og að
    orðinu“ frumvarpi“ verði skipt út fyrir „þingsályktunartillögu“
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
     Árni Þór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    í stað orðanna „felur fulltrúum sínum“ komi „hvetur fulltrúa sína“.
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með 34 greiddum atkvæðum gegn 3.
    4) Ályktun um viðbrögð við dómi hæstaréttar
     Steingrímur J. Sigfússon lagði til að ályktuninni verði vísað til þingflokks.
    Samþykkt með þorra atkvæða gegn sex.
    5) Ályktun um hernaðarmál
     Árni Þór Sigurðsson leggur til að ályktunin hljóði svo:
    „Flokksráð VG áréttar að flokkurinn skuli ávallt, á vettvangi ríkisstjórnar eða á annan hátt,
    berjast gegn hernaðaraðgerðum eða hernaðaríhlutun.“
    Samþykkt samhljóða.
     Magnús Stefánsson leggur til viðauka við ályktunina:
    Auk þess lýsir flokksráðið andstöðu sinni við heræfingar NATO ríkja hér á landi og skorar á
    ráðherra flokksins að vinna að því að leggja þær af.
    Samþykkt samhljóða.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.
    6) Ályktun um fiskveiðimál
     Álfheiður Ingadóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Í stað orðsins „fara“ í fyrstu línu komi „fylgja fast“.
    Í stað orðsins „fyrnd“ í þriðju línu ályktunar komi orðið „aflögð“
    Samþykkt samhljóða.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.
    7) Ályktun um lánamál
     Katrín Jakobsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Í stað síðustu setningarinnar komi inn setningin: „Fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eru
    sérstaklega hvött til að ganga á undan með góðu fordæmi.“.
    Samþykkt samhljóða.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með þorra atkvæða gegn tveimur.
    8) Ályktun um byggðakvóta
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    9) Ályktun um frjálst Tíbet
     Steinþór Heiðarsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
    Að síðasta málsgrein sem hefst á orðunum „Á meðan við“ í línu 105 falli brott.
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
     Árni Þór Sigurðssonlagði fram eftirfarandi breytingartillögur:
    Að orðunum „ályktar að Ísland skuli lýsa yfir stuðningi við frjálst Tíbet og hvetja“ verði
    skipt út fyrir „lýsir áhyggjum vegna stöðu Tíbets og ítrekaðra mannréttindabrota gagnvart
    Tíbetsku baráttufólki og krefst þess að“.
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    Einnig leggur hann til að orðin „til að“ í annarri línu ályktunarinnar falli út. Að lokum
    leggur hann til að síðasta setningin falli út.
    Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
    10) Ályktun um Hverahlíðarvirkjun
     Hreggivður Norddahl leggur til að ályktuninni verði stytt útbúin greinargerð með
    eftirfarandi hætti:
    Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 24.-25.
    febrúar 2012, hvetur sveitarstjórnir á svæðinu til að fara sér hægt og gera það sem hægt
    er til að vinda ofanaf samningum sem krefjast frekari virkjanaframkvæmda á svæðinu og
    einbeita sér að því að tryggja heilnæmt umhverfi og lífsskilyrði á svæðinu.
    Annað í ályktuninni fari í greinargerð.
    Felld með öllum greiddum atkvæðum.
     Ólafur Þór Gunnarsson leggur til að ályktunin verði stytt og útbúin greinargerð með
    eftirfarandi hætti:
    Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 24.-25.
    febrúar 2012, geldur mikinn varhug við framkomnum hugmyndum um svokallaða
    verkefnisfjármögnun Hverahlíðarvirkjunar sem í reynd felur í sér einkavæðingu á hluta
    fyrirtækisins. Flokksráð hvetur því sveitarstjórnir á svæðinu til að fara sér hægt og gera
    það sem hægt er til að vinda ofanaf samningum sem krefjast frekari virkjanaframkvæmda
    á svæðinu og einbeita sér að því að tryggja heilnæmt umhverfi og lífsskilyrði á svæðinu.
    Annað í ályktuninni fari í greinargerð.
    Felld með þorra atkvæða gegn fjórum.
     Sóley Tómasdóttir lagði til að ályktunin hljóði svo:
    Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 24.-25.
    febrúar 2012, geldur mikinn varhug við framkomnum hugmyndum um svokallaða
    verkefnisfjármögnun Hverahlíðarvirkjunar sem í reynd felur í sér einkavæðingu á hluta
    fyrirtækisins. Orkuveita Reykjavíkur og verkefni hennar hafa til þessa verið alfarið í eigu
    íbúa í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi og hugmyndum um aðkomu einkaaðila hefur
    blessunarlega verið hafnað. Skemmst er að minnast þess þegar allir flokkar í borgarstjórn
    Reykjavíkur undu ofanaf vanhugsaðri sölu á hlut REI til einkaaðila.
    Þótt lífeyrissjóiðirnir séu vissulega í eigu almennings er eðli þeirra og markmið ólíkt
    sveitarfélögunum, enda ber þeim fyrst og fremst að ávaxta fé eigendanna á meðan
    sveitarfélögin verða að gæta samfélagslegra sjónarmiða og umhverfissjónarmiða
    samhliða þeim fjárhagslegu. Orkuveita Reykjavíkur hefur farið geyst í virkjun jarðhitans á
    Hellisheiði og hefur ekki enn getað leyst öll þau vandamál sem fylgdu í kjölfarið. Ekki er
    ljóst hvernig fyrirtækið hyggst vinna í samræmi við kröfur í reglugerð um
    brennisteinsvetni né heldur hefur fundist viðunandi lausn á niðurdælingu affallsvatns frá
    núverandi virkjunum. Á meðan þessi og fleiri úrlausnarefni eru enn til skoðunar er varla
    réttlætanlegt að ráðast í frekari virkjanir. Auk þess er það ærið verkefni að koma
    fyrirtækinu aftur á réttan kjöl eftir óábyrgar offjárfestingar undanfarinna ára.
    Flokksráð hvetur því sveitarstjórnir á svæðinu til að fara sér hægt og gera það sem hægt
    er til að vinda ofanaf samningum sem krefjast frekari virkjanaframkvæmda á svæðinu og
    einbeita sér að því að tryggja heilnæmt umhverfi og lífsskilyrði á svæðinu.
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
    Ályktunin samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
    Fundi slitið kl. 11.33.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search