EN
PO
Search
Close this search box.

Flokksráðsfundur 25.-26. janúar 2013

  1. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksráðs setti fund, kynnti dagskrána framundan, kosningaundirbúninginn og gögn sem lágu fyrir fundinum.
  2. Steingrímur J. Sigfússon ræddi stjórnmálin á kosningavetri
  3. Auður lilja Erlingsdóttir fór yfir helstu dagsetningar í aðdraganda landsfundar, skipulag landsfundar og kynnti tölfræði úr félagatali.
  4. Kynning ályktana
  5. Almennar stjórnmálaumræður
  6. Afgreiðsla ályktana:
    1. Ályktun um meðferð ESB-málsins
  7. Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir leggja til að síðasti hluti ályktunarinnar orðist svo:

Flokksráð telur mikilvægt að m.a. verði lagt fyrir landsund að taka afstöðu til þess hvort leita eigi til þjóðarinnar um hvort stefna skuli að aðild að ESB og hvort gera eigi samþykki hennar í þjóðaratkvæðagreiðslu að skilyrði fyrir því að VG standi að frekari viðræðum við Evrópusambandið á nýju kjörtímabili.
Samþykkt samhljóða.

Tillagan samþykkt svo breytt samhljóða.

  • Ályktun gegn vinnslu olíu
  • UVG lagði til að ályktunin orðist svo:

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnir á að ein af grunnstoðum hreyfingarinnar varðar umhverfi og náttúru. Fundurinn geldur alvarlegan varhug við áformum um olíuvinnslu á drekasvæðinu og minnir á að Ísland er mjög ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þar liggur vegurinn til framtíðar.

  • Steingrímur J. Sigfússon lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:

Að orðið „alvarlegan“ falli brott á undan „varhug við áformum“.
Samþykkt með meirihluta atkvæða gegn sjö

  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að settur verði punktur á eftir „Drekasvæðinu“ og afgangurinn falli brott.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

  • Steinunn Rögnvaldsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að titill áyktunarinnar verði „Náttúran njóti vafans“.
Samþykkt samhljóða.

Tillagan samþykkt svo breytt samhljóða.

  • Ályktun um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd (hælisleitenda)
    Samþykkt samhljóða.
    • Ályktun um heilbrigðiskerfið

Ályktunin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

  • Ályktun um rammaáætlun
  • UVG lagði til að ályktunin orðist svo:

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fagnar því að rammaáætlun hafi loksins verið samþykkt. Með rammaáætlun er orðinn til grunnur að sátt ólíkra viðhorfa til umgengni um landsvæði, sem til þessa hafa ekki getað náð saman um heildarsýn. Margar mikilvægar náttúruperlur eru nú í verndarflokki. Að sama skapi er gert ráð fyrir að hægt sé að virkja gríðarlega orku. Þessari heildarsýn hefði þurft að ná fyrir mörgum áratugum til að tryggja aðkomu almennings að ákvörðun um nýtingu auðlinda, og er hún því fagnaðarefni. Mikilvægt er að tryggja það að einkaaðilar geti ekki tekið einhliða ákvarðanir um nýtingu auðlinda sem ættu með réttu að vera eign þjóðarinnar allrar. Fundurinn vill jafnframt benda á að Ísland býr ekki við orkuþurrð.

  • Friðrik Dagur Arnarson lagði fram eftirfarandi breytingatillögur:

Í stað orðanna „er orðinn til grunnur að sátt ólíkra viðhorfa til umgengni um landssvæði sem til þessa hafa ekki getað náð saman um heildarsýn.“ komi „er komin forsenda til skynsamlegri auðlindanýtingar“
Samþykkt samhljóða.

Á eftir „fagnaðarefni.“Nauðsynlegt er að framhald vinnunnar byggi á forsendum sjálfbærrar þróunar með varúðarregluna að leiðarljósi.“
Samþykkt samhljóða.

Ályktunin samþykkt samhljóða svo breytt.

  • Ályktun um fiskveiðistjórnunarkerfi

Katrín Jakobsdóttir lagði til að ályktuninni með framkomnum breytingatillögum verði vísað til landsfundar.
Samþykkt samhljóða.

  • Edward Hijbens lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Á undan „arð af nýtingu auðlinda sjávar“ bætist orðið „réttlátan“

  • Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómadsdóttir leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að síðasta setning ályktunarinnar orðist svo: Þá skal VG ræða þessi mál ítarlega á komandi landsfundi og legga þar línuna fyrir komandi kosningar.

  • Lárus Ástmar Hannesson lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:

Að í stað „harmar að ekki hafi tekist að koma á fullnaðarbreytingum á fiskveiðilögum og samþykkir að aðeins verði gerðar lágmarksbreytingar á þeim á þessum vetri, þar sem“ komi „hvetur til að fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á fiskveiðilögum verði lagt fram á þessu þingi. Einnig að“

Að síðasta setningin falli brott.

  • Steingrímur J. Sigfússon lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Að fyrsta setningin hefjist svo: „Flokksráð VG fagnar tilkomu strandveiða og því að…“

  • Ögmundur Jónasson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Önnur setning ályktunarinnar falli brott.

  • Ályktun um aðkomu starfsfólks að rekstri og arði fyrirtækja

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið kl. 12.20.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search