Það er svo skrítið með kosningar líkt og íþróttakeppnir, að þær næstu eru alltaf þær stærstu og merkilegustu í sögunni. Frá því að ég man eftir mér hefur það aldrei gerst að stjórnmálaskýrendur (eða íþróttafréttamenn ef út í það er farið) segi að rimma næsta laugardags sé í raun ekkert svo ýkja merkileg í sögulegu tilliti. Magnað!
Auðvelt er að færa fyrir því rök að kosningarnar í borginni að þessu sinni verði sérlega afdrifaríkar. Valkostirnir eru óvenjuskýrir með fjölda hægri- og miðjuflokka sem ýmist tala fyrir áratugagömlum skipulagshugmyndum og/eða veifa innhaldslausum slagorðum um óskilgreindar breytingar. Á hinn bóginn eru þau sem stýrt hafa Reykjavíkurborg á liðnum árum. Þeir flokkar dreifast yfir stóran hluta hins pólitíska litrófs en hafa þó sameinast um almennar félagslegar áherslur, metnaðarfulla borgarsýn og áherslu á umhverfismál.
Það hefur komið í hlut Vinstri grænna að sveigja áherslur borgarstjórnarmeirihlutans til vinstri. Í samstarfi við flokka sem margir hverjir hafa tröllatrú á hinum frjálsa markaði hefur það oft kostað átök. Slíkt er eðlilegt í fjölflokka samstarfi. Á sama hátt hafa Vinstri græn verið leiðandi í umhverfismálunum og staðið með náttúrunni gagnvart stórkarlalegum hugmyndum samstarfsaðila.
Meirihlutasamstarfið í Reykjavík er í meginatriðum gott en við þurfum að rétta kúrsinn til vinstri – nógu margir toga það inn að miðjunni. Viljum við að Reykjavíkurborg komi með beinum hætti að uppbyggingu húsnæðis í borginni? Viljum við jafna kjörin með lækkun leikskólagjalda og skólamáltíða? Viljum við fjölgun friðlýstra og grænna svæða í borginni með sérstökum borgarvörðum sem huga að viðhaldi? Til að svo megi verða þurfa Vinstri græn að eiga stærri hlut við borðið. Út frá nýlegri skoðanakönnun Gallup mátti reikna að Vinstri græn vanti einungis 80 atkvæði til að ná öðru sætinu í borgarstjórn. Það er raunar einstaklega vel skipað!
Stefán Pálsson skipar 2. sæti á lista Vinstri-grænna í Reykjavík.
Pálsson
Fimmtudagur 12. maí 2022Kl. 05.00
DEILA
Það er svo skrítið með kosningar líkt og íþróttakeppnir, að þær næstu eru alltaf þær stærstu og merkilegustu í sögunni. Frá því að ég man eftir mér hefur það aldrei gerst að stjórnmálaskýrendur (eða íþróttafréttamenn ef út í það er farið) segi að rimma næsta laugardags sé í raun ekkert svo ýkja merkileg í sögulegu tilliti. Magnað!
Auðvelt er að færa fyrir því rök að kosningarnar í borginni að þessu sinni verði sérlega afdrifaríkar. Valkostirnir eru óvenjuskýrir með fjölda hægri- og miðjuflokka sem ýmist tala fyrir áratugagömlum skipulagshugmyndum og/eða veifa innhaldslausum slagorðum um óskilgreindar breytingar. Á hinn bóginn eru þau sem stýrt hafa Reykjavíkurborg á liðnum árum. Þeir flokkar dreifast yfir stóran hluta hins pólitíska litrófs en hafa þó sameinast um almennar félagslegar áherslur, metnaðarfulla borgarsýn og áherslu á umhverfismál.
Það hefur komið í hlut Vinstri grænna að sveigja áherslur borgarstjórnarmeirihlutans til vinstri. Í samstarfi við flokka sem margir hverjir hafa tröllatrú á hinum frjálsa markaði hefur það oft kostað átök. Slíkt er eðlilegt í fjölflokka samstarfi. Á sama hátt hafa Vinstri græn verið leiðandi í umhverfismálunum og staðið með náttúrunni gagnvart stórkarlalegum hugmyndum samstarfsaðila.
Meirihlutasamstarfið í Reykjavík er í meginatriðum gott en við þurfum að rétta kúrsinn til vinstri – nógu margir toga það inn að miðjunni. Viljum við að Reykjavíkurborg komi með beinum hætti að uppbyggingu húsnæðis í borginni? Viljum við jafna kjörin með lækkun leikskólagjalda og skólamáltíða? Viljum við fjölgun friðlýstra og grænna svæða í borginni með sérstökum borgarvörðum sem huga að viðhaldi? Til að svo megi verða þurfa Vinstri græn að eiga stærri hlut við borðið. Út frá nýlegri skoðanakönnun Gallup mátti reikna að Vinstri græn vanti einungis 80 atkvæði til að ná öðru sætinu í borgarstjórn. Það er raunar einstaklega vel skipað!
Stefán Pálsson, skipar 2. sæti á lista Vinstri-grænna í Reykjavík.