Search
Close this search box.

124 dagar

Deildu 

124 dagar eru síðan Hamas-liðar réðust inn í Ísrael með offorsi og Ísraelsmenn svöruðu og eru enn að svara með fordæmalausu ofbeldi og grimmd. 

Fólk er lokað inni og á ekki annarra kosta völ en að bíða. Sum bíða eftir mat, sum eftir vatni, sum eftir nauðsynlegri læknishjálp, sum eftir næsta sprengjuregni. Og sum, rúmlega hundrað manns, eru að bíða eftir okkur! 

Dvalarleyfi hefur verið afgreitt af Útlendingastofnun, fararleyfi hefur verið afgreitt úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, aðstoð yfir landamæri er í lögsögu Utanríkisráðuneytisins. Og það er flókið. 

Það hefur verið upplýsingaóreiða í kringum þessi mál, um hvað er flókið og hvað er hægt og hver á og hver má, gera og fara og aðhafast.

Forsætisráðherra hefur sagt skýrt að það eigi að sækja þetta fólk sem er að bíða eftir okkur, félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur sagt að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur, meirihluti þingheims er sammála og þorri þjóðarinnar. 

Þegar kerfin bila þá tekur fólkið við.

Konurnar þrjár sem fóru í „stelpuferð“ að eigin sögn til Egyptalands og sóttu þrjú börn og eina móður með dvalarleyfi á Íslandi sóttu ekki hundrað og eitthvað manns. Að sjálfsögðu ekki. Þær sóttu hinsvegar fjögur. Í síðustu viku voru 128 palestínumenn, konur og börn með íslenskt dvalarleyfi í Gasa. Eftir vendingar síðustu daga eru 124 eftir. 

124 dagar. Ef við hefðum sótt eina manneskju á dag væru þau öll komin. Öll 124. 

Og nú er verið að sprengja á Rafah þar sem fólkið okkar bíður. Eftir okkur. Þetta er ekki hægt. Ég skora á utanríkisráðherra að gera það sem gera þarf til að sækja fólkið okkar. 

Brynhildur Björnsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search