Vinstri græn á Vestfjörðum boða til opins fundar á Hótel Ísafirði, laugardaginn 22. júní kl 14.
Þingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé ræða atvinnumálin, umhverfismálin og velferðarmálin – þingveturinn, framhaldið og stefnuna.
Tilvalið að mæta og fá innsýn og taka þátt í umræðum um málefni fjórðungsins sem eru þeim svo vel kunn.
Klukkan 13:30 þann sama dag og á sama stað verður aðalfundur svæðisfélagsins haldinn og eru nýir og eldri félagar hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundarstörf.