Search
Close this search box.

20 milljónir króna til hjálparsamtaka sem veita mataraðstoð fyrir jólin

Deildu 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, úthlutar samtals 20 milljónum króna fyrir jól í styrki til hjálparsamtaka sem styðja við viðkvæma hópa víða um land, einkum með mataraðstoð.

Alls fá níu hjálparsamtök styrk til þess að geta stutt enn betur við þau sem þurfa að leita aðstoðar, sérstaklega nú í aðdraganda jólanna. Þetta eru Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands, Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis og Kaffistofa Samhjálpar.

Hjálparsamtökin sinna umfangsmikilli jólaaðstoð á hverju ári.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search