EN
PO
Search
Close this search box.

Sjúklingar ekki lengur á göngum

Deildu 

Vandi bráðamót­töku Land­spít­ala hef­ur verið viðvar­andi um langt skeið og í ljósi þess að ekki var út­lit fyr­ir var­an­leg­ar lausn­ir í sjón­máli nú í janú­ar var sett­ur sér­stak­ur átaks­hóp­ur á lagg­irn­ar til að fást við um­rædd­an vanda og gera til­lög­ur til…

Vandi bráðamót­töku Land­spít­ala hef­ur verið viðvar­andi um langt skeið og í ljósi þess að ekki var út­lit fyr­ir var­an­leg­ar lausn­ir í sjón­máli nú í janú­ar var sett­ur sér­stak­ur átaks­hóp­ur á lagg­irn­ar til að fást við um­rædd­an vanda og gera til­lög­ur til úr­bóta. Land­lækn­ir hafði ít­rekað komið að mál­inu með út­tekt­um og ábend­ing­um og lagði nú í árs­byrj­un áherslu á að ráðist yrði í aðgerðir sem sér­stak­lega yrðu miðaðar að því kjarna­verk­efni að létta álagi af bráðamót­töku enda ekki hægt að una við ástandið þar, hvorki fyr­ir sjúk­linga né starfs­fólk og taf­ar­laus­ar aðgerðir óhjá­kvæmi­leg­ar. Í yf­ir­lýs­ingu okk­ar land­lækn­is og for­stjóra Land­spít­ala frá 16. janú­ar seg­ir: „Með stofn­un sér­staks átaks­hóps með víðtækt umboð til að leysa brýn­an vanda telj­um við unnt að koma í veg fyr­ir að sjúk­ling­ar íleng­ist á bráðamót­tök­unni og bæta þannig aðstæður og ör­yggi sjúk­linga og starfs­fólks.“ Hóp­ur­inn var skipaður 18. janú­ar og verk­efni hans var meðal ann­ars að sjá til þess að ábend­ing­um embætt­is land­lækn­is yrði fylgt, greina vand­ann og leggja fram til­lög­ur að aðgerðum.

Hóp­ur­inn hef­ur nú lokið störf­um og til­lög­ur hans voru kynnt­ar á frétta­manna­fundi á Land­spít­al­an­um sl. þriðju­dag, 25. fe­brú­ar. Hóp­ur­inn legg­ur fram 11 til­lög­ur um aðgerðir sem for­gangsraðað er eft­ir mik­il­vægi.

Fyrsta til­lag­an, og í mín­um huga sú allra mik­il­væg­asta, lýt­ur að töku stefnu­mark­andi ákvörðunar af hálfu Land­spít­ala um að sjúk­ling­ar á bráðamót­töku sem þurfa inn­lögn flytj­ist á viðeig­andi legu­deild­ir sem fyrst. Þessi ákvörðun er nauðsyn­leg til að tryggja bet­ur ör­yggi sjúk­linga og að mögu­legt sé að veita sjúk­ling­um bestu mögu­legu þjón­ustu. For­stjóri Land­spít­ala greindi frá því á fund­in­um að ákvörðunin hefði verið tek­in með form­leg­um hætti á fundi fram­kvæmda­stjórn­ar Land­spít­ala sama dag og skýrsl­an var kynnt. Til að fylgja þess­ari ákvörðun eft­ir mun Land­spít­ali gera verk- og tíma­áætl­un sem mun liggja fyr­ir 1. apríl. Gera skal ráð fyr­ir að sjúk­ling­ar bíði ekki inn­lagn­ar leng­ur en í til­tek­inn tíma, að há­marki 6 klst. frá komu. Tryggt verði að um verði að ræða lausn bæði til skemmri og lengri tíma. Þessi hluta til­lagn­anna er á ábyrgð Land­spít­ala.

Aðrar til­lög­ur hóps­ins eru t.d. að Land­spít­ali stofni þró­un­art­eymi um hvernig þjón­ustu við aldraða sé best fyr­ir komið í framtíðinni, haf­ist verði handa við end­ur­skipu­lagn­ingu á færni- og heil­sum­ati og að auka mögu­leika flutn­inga­manna til að meðhöndla sjúk­linga í heima­hús­um.

Nú ligg­ur skýrt fyr­ir að sú staða að sjúk­ling­ar liggi á göng­um bráðamót­tök­unn­ar í stór­um stíl verður að baki ekki síðar en 1. apríl. Það skipt­ir meg­in­máli að ákvörðun hafi verið tek­in um að hrinda þess­ari lyk­il­til­lögu átaks­hóps­ins í fram­kvæmd þegar í stað, og und­ir­strik­ar mik­il­vægi verk­efn­is­ins.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search