PO
EN

34% höfðu kosið þegar forval VG í Suðvesturkjördæmi var hálfnað. Kosningu lýkur á morgun klukkan 17.00

Deildu 

34% höfðu kosið í forvali VG í Suðvesturkjördæmi í hádeginu þegar kosningin hálfnuð.  578  hafa því kosið á heimasíðu VG og það er áfram hægt að gera til klukkan 17.00 á morgun, laugardag.  Úrslit verða kynnt annað kvöld, en tæplega 1700 eru á kjörskrá.  Þrír frambjóðendur stefna á fyrsta sætið í forvalinu og vilja leiða lista VG í Suðvesturrkjördæmi, en alls taka níu þátt í forvalinu. Þetta er þriðja forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi. Fyrsta forvalið var í Norðausturkjördæmi og þar endaði kjörsókn í 62 prósent, annað forvalið var í Suðurkjördæmi og lauk í vikunni, þar var kjörsókn 68 prósent.

Kosning er nú rúmlega hálfnuð og þessi þrjú vilja 1. sæti.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Una Hildardóttir, sem sækist eftir 1 – 3 sæti.  Kolbrún Halldórsdóttir, sækist eftir öðru sæti. VG fékk tvo þingmenn í síðustu alþingiskosningum.

Niðurstöður forvalsins verða kynntar annað kvöld, laugardagskvöld.

Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Björgvinsson, formaður kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í síma 354 891 9820.

Þetta eru frambjóðendur í forvalinu og við bendum á að allar upplýsingar er að finna á heimasíðu VG, vg.is.

 Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.

Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur. 3. – 5. sæti. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur. 1. sæti.

Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.

Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. 2. sæti. 

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður. 1. sæti.

Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.

Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi. 3. sæti. 

Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search