Search
Close this search box.

41% kjörsókn í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi þegar kosning er hálfnuð

Deildu 

41%  félaga á kjörskrá Vg í Norðvesturkjördæmi höfðu kosið í hádeginu í dag, þegar kosningin er hálfnuð. Forvalinu lýkur klukkan 17.00 annað kvöld og er úrslita að vænta í kvöldfréttum. Nú hvetjum við alla félaga sem þekkja til í Norðvesturkjördæmi að minna þá sem eiga eftir að kjósa í forvalinu að FARA INN Á HEIMASÍÐU VG OG KJÓSA með rafrænu skilríkjunum sínum og sækja sér aðstoð til þess ef á þarf að halda.  Hver sem er má aðstoða kjósanda í rafrænu forvali.  Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Bjarki Þór Grönfeldt í  kjörstjórn eru  til taks ef spurningar vakna varðandi kosninguna. Björg Eva og Hreindís á skrifstofu Vg eru það líka. Þetta er þriðja forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Tveir frambjóðendur sækjast eftir fyrsta sætinu, Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður. Alls taka átta þátt í forvalinu um fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search