60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík

Deildu 

Efnt hefur verið til samkeppni um hönnun á nýju 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík sem leysa mun af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit standa saman að byggingu heimilisins. Með tilkomu þess fjölgar hjúkrunarrýmum á svæðinu um sex.

Framkvæmdasýsla ríkisins stendur fyrir hönnunarsamkeppninni fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélagsins Norðurþings. Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 7. janúar næstkomandi en því síðara 7. febrúar. Skilafrestur tillagna er til 21. febrúar 2020.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.