Search
Close this search box.

630 milljónir í geðheilbrigðismál

Deildu 

„Það sem að við erum að gera með þess­ari ákvörðun er að styrkja geðheil­brigðisþjón­ust­una í fremstu línu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra. Hún gerði í dag grein fyr­ir 630 millj­óna króna út­hlut­un til að efla geðheil­brigðisþjónustu á landsvísu.

Fénu verður ann­ars veg­ar varið til að efla fyrsta stigs þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar með auk­inni aðkomu sál­fræðinga og hins veg­ar til að efla sér­hæfðari þjón­ustu (ann­ars stigs heil­brigðisþjón­ustu) á sviði geðheil­brigðismála með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu geðheilsu­teyma í öll­um heil­brigðisum­dæm­um lands­ins. Geðheilsu­teymi eru ætluð þeim sem þurfa meiri og sér­hæfðari þjón­ustu en veitt er á heilsu­gæslu­stöðvum.

Fjár­mun­irn­ir skipt­ast á eft­ir­far­andi hátt:

Sál­fræðing­ar á höfuðborg­ar­svæði 45 millj­ón­ir
Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins 322 millj­ón­ir
Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands 46 millj­ón­ir
Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða 21 millj­ón
Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands 50 millj­ón­ir
Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands 35 millj­ón­ir
Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands 58 millj­ón­ir
Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja 53 millj­ón­ir

Öflug fram­lína sem fyrsti viðkomu­staður

Svandís seg­ir gríðarlega mik­il­vægt að heilsu­gæsl­an, al­veg sama hvort hún sé á höfuðborg­ar­svæðinu eða úti á landi, geti sinnt bæði and­leg­um og lík­am­leg­um veik­ind­um. „Það skipt­ir mjög miklu máli að við séum með öfl­uga fram­línu sem fyrsta viðkomu­stað,“ seg­ir Svandís.

Spurð um aðra þætti geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar nefn­ir Svandís ákvörðun sína að fela Land­spít­ala að sinna börn­um og ung­menn­um í fíkni­vanda. Und­ir­bún­ing­ur að því er far­inn af stað.

„Það er part­ur af þess­ari viðleitni til að búa heild­stæða mynd af okk­ar heil­brigðis­kerfi, að það sé ekki brota­kennt held­ur sam­fellt. Við höf­um verið með það þannig til skamms tíma að þjón­usta við þá sem eru að glíma við áv­ana og fíkn hef­ur verið jaðar­sett í heil­brigðisþjón­ust­unni. Þarna erum við að stíga mik­il­vægt skref í því að það sé part­ur af þriðja stigs þjón­ustu að sinna börn­um og ung­menn­um í fíkni­vanda.“

„Í raun spurn­ing um lífið allt“

Ráðherra seg­ir að það skipti miklu máli að and­leg heilsa eigi að vera hluti af sýn á alla sjúk­linga. „Ég veit að þessi sýn hef­ur farið vax­andi und­an­far­in ár. Við þurf­um að gera bet­ur í þessu en við þurf­um líka að gera bet­ur í því að draga not­end­ur að borðinu,“ seg­ir Svandís.

Sam­ráð við not­end­ur geðheil­brigðisþjón­ustu

Hún nefn­ir að ráðuneytið hafi komið á fót föst­um vett­vangi not­enda geðheil­brigðisþjón­ustu og þeim sem hafa reynslu af henni til að hafa sam­ráð og sam­tal um þróun þjón­ust­unn­ar. „Það er í sam­ræmi við þær alþjóðlegu áhersl­ur sem við erum að sjá.“

Svandís hélt stutt er­indi þegar út­hlut­un­in var kynnt í hús­næði Þró­un­ar­miðstöðvar ís­lenskr­ar heilsu­gæslu í dag. Þar fjallaði hún meðal ann­ars um hversu mik­il­væg­ur svefn væri. Hún sagði svefn ekki eina af for­send­um þess að fólki líði vel lík­am­lega og and­lega, held­ur grunn­for­sendu.

„Þú bjarg­ar ekki svefn­leysi með góðu mataræði og hreyf­ingu. Ef þú býrð við svefn­leysi er það vanda­mál sem þú verður að leysa. Þess vegna þurf­um við að vera dug­legri við að spyrja að því fyrst, okk­ur sjálf og aðra, horfa til þess hvort við séum að fá reglu­lega, góðan og jafn­an svefn. Byrja á því að laga það og svo get­ur maður farið að laga aðra hluti.“

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search