Search
Close this search box.

6,8 milljarðar króna í loftslagsmál næstu ár

Deildu 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur fundað með fulltrúum þeirra fyrirtækja sem eru ábyrg fyrir mestri losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Þetta kom fram í erindi Guðmundar Inga á Alþingi í gær þar sem sérstök umræða fór fram um loftslagsmál.

„Hef ég leitað eftir upplýsingum um til hvaða aðgerða þau hyggjast grípa og hvatt þau til að koma í þá vegferð með okkur að ná kolefnishlutleysi. Þau hafa tekið vel í þá málaleitan,“ sagði Guðmundur Ingi.

Í ræðu sinni fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem tilteknar eru í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

„6,8 milljarðar króna munu sérstaklega renna til margvíslegra aðgerða í loftslagsmálum hér á landi næstu árin,“ sagði Guðmundur Ingi. „Þetta er gjörbreyting frá því sem áður var og markar straumhvörf í umhverfisvernd á Íslandi. Á sama tíma vil ég nefna að heildarfjárhæð ríkisins til aðgerða sem tengjast loftslagsmálum er hærri.“

„Þannig fer til dæmis árlega um 1,8 milljarður króna til almenningssamgangna á landi, á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni – og margvíslegar aðrar aðgerðir eru fjármagnaðar með öðrum hætti.“

Ræðu ráðherra má horfa á og lesa hér 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search