EN
PO
Search
Close this search box.

Velsæld til framtíðar

Deildu 

  • Eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur: „Við Vinstri-græn leggj­um á það áherslu að at­vinnu­upp­bygg­ing­in framund­an verði fjöl­breytt og stjórn­völd styðji með mark­viss­um hætti við aukna verðmæta­sköp­un með stuðningi við rann­sókn­ir, ný­sköp­un og skap­andi grein­ar.“atrín Jak­obs­dótt­ir

Kosn­ing­arn­ar snú­ast um framtíðina. Við stönd­um á tíma­mót­um eft­ir langa glímu við heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru, glímu þar sem náðst hef­ur markverður ár­ang­ur með skyn­sam­leg­um sótt­varn­aráðstöf­un­um á grund­velli bestu fá­an­legra gagna og vís­inda. Efna­hags­leg­ar og fé­lags­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að tak­ast á við af­leiðing­ar far­ald­urs­ins hafa skilað ár­angri og ís­lenskt sam­fé­lag er núna að spyrna við af krafti eft­ir þetta þunga högg.

Það skipt­ir máli hvaða framtíðar­sýn verður ofan á hjá fólk­inu í land­inu í þess­um kosn­ing­um – ekki síst vegna þess að við erum stödd á tíma­mót­um. Verður staðinn vörður um al­mannaþjón­ust­una þrátt fyr­ir þrönga stöðu rík­is­sjóðs? Verður at­vinnu­upp­bygg­ing­in græn, fjöl­breytt og byggð á þekk­ingu? Verður tryggt að upp­bygg­ing sam­fé­lags­ins stuðli að ár­angri í lofts­lags­mál­um? Og verður vel­sæld og af­koma fólks­ins í land­inu for­gangs­mál að kosn­ing­um lokn­um?

Fjöl­breytt og græn at­vinna

Við Vinstri-græn leggj­um á það áherslu að at­vinnu­upp­bygg­ing­in fram und­an verði fjöl­breytt og stjórn­völd styðji með mark­viss­um hætti við aukna verðmæta­sköp­un með stuðningi við rann­sókn­ir, ný­sköp­un og skap­andi grein­ar. Við höf­um góða sögu að segja af kjör­tíma­bil­inu sem nú er að lok­um komið og sjá­um ár­ang­ur­inn, meðal ann­ars í aukn­um út­flutn­ingi á hug­viti og aukn­um áhuga á fjár­fest­ing­um í þess­um geira. Við eig­um að halda áfram á sömu braut – tryggja góða fjár­mögn­un há­skól­anna sem eru mik­il­væg­ustu afl­stöðvar þekk­ing­ar­geir­ans og sama má segja um fram­halds­skól­ana. Rekst­ur há­skóla og fram­halds­skóla hef­ur verið styrkt­ur á kjör­tíma­bil­inu svo að eft­ir er tekið.

Við eig­um að tryggja áfram­hald­andi styrk­ingu Rann­sókna­sjóðs, Tækniþró­un­ar­sjóðs og Mat­væla­sjóðs, gera fjölg­un lista­manna­launa var­an­lega og efla fag­lega list­greina­sjóði. Við eig­um að viðhalda end­ur­greiðslum vegna rann­sókna og þró­un­ar og tryggja það að sá góði ár­ang­ur sem hef­ur náðst verði enn betri á kom­andi árum.

Tök­um for­ystu í lofts­lags­mál­um

Við Vinstri-græn vit­um að næsta kjör­tíma­bil mun skipta sköp­um í bar­átt­unni við lofts­lags­vána. Fyrsta fjár­magnaða aðgerðaáætl­un­in í lofts­lags­mál­um fór af stað á kjör­tíma­bil­inu en eft­ir þá góðu byrj­un þarf enn að gefa í. Ný skýrsla Sam­einuðu þjóðanna sýn­ir okk­ur með skýr­um hætti að við þurf­um að hreyfa okk­ur hraðar í aðgerðum okk­ar. Við eig­um að setja okk­ur sjálf­stætt mark­mið um 60% sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Til þess að ná því þarf að hraða orku­skipt­um í öll­um geir­um og inn­leiða rétta hvata í efna­hags­kerfið þannig að at­vinnu­lífið taki full­an þátt í þessu mik­il­væga verk­efni fyr­ir okk­ur öll. Við vit­um líka að Ísland hef­ur tæki­færi til að taka for­ystu í þess­um mál­um með rót­tæk­um og raun­hæf­um aðgerðum – og þar skipt­ir máli að nýta þá þekk­ingu og hug­vit sem við eig­um, til dæm­is á sviði land­græðslu og skóg­rækt­ar, og nýrr­ar tækni eins og niður­dæl­ing­ar kol­efn­is sem get­ur markað tíma­mót í lofts­lags­bar­átt­unni á heimsvísu.

Bæt­um lífs­kjör­in

Við Vinstri-græn leggj­um skýra áherslu á að fé­lags­leg sjón­ar­mið þurfa alltaf að vera leiðarljós okk­ar við upp­bygg­ingu. Við vit­um að vel­sæld al­menn­ings er lyk­il­atriði fyr­ir al­menna vel­sæld og sam­fé­lög þar sem jöfnuður er mik­ill eru líka þau sam­fé­lög sem vegn­ar best efna­hags­lega. Við vilj­um ekki sam­fé­lag þar sem ör­fá­ir sitja á öll­um auði á kostnað fjöld­ans. Þess vegna inn­leidd­um við þrepa­skipt tekju­skatt­s­kerfi fyr­ir ein­stak­linga sem eyk­ur jöfnuð og þess vegna vilj­um við þrepa­skipt­an fjár­magn­s­tekju­skatt. Við vit­um að ríkið hef­ur hlut­verki að gegna á hús­næðismarkaði og öfl­ugt fé­lags­legt hús­næðis­kerfi eyk­ur líka stöðug­leika á hinum al­menna fast­eigna­markaði. Þess vegna á ríkið að styðja áfram við al­menna íbúðakerfið og hlut­deild­ar­lán og tryggja þannig að þau sem eru verr sett hafi tryggt þak yfir höfuðið. Við vit­um að það þarf að hækka grunn­fram­færslu al­manna­trygg­inga með sér­stakri áherslu á þá tekju­lægstu í þeim hópi. Og auk­inn stuðning­ur við barna­fjöl­skyld­ur með öfl­ugra barna­bóta­kerfi skil­ar sér í auk­inni vel­sæld fjöl­skyldna í land­inu.

Efl­um al­mannaþjón­ustu

Við Vinstri-græn erum sá stjórn­mála­flokk­ur sem mun verja þann ár­ang­ur sem hef­ur náðst í upp­bygg­ingu al­mannaþjón­ust­unn­ar og byggja hana áfram og enn frek­ar upp. Rekst­ur heil­brigðis­kerf­is­ins hef­ur verið styrkt­ur veru­lega á kjör­tíma­bil­inu, dregið úr kostnaði sjúk­linga, samn­ing­ar náðust um styttri vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks sem er ekki síst mik­il­vægt mál fyr­ir stór­ar kvenna­stétt­ir inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins og lagt af stað í löngu tíma­bær­ar fram­kvæmd­ir. Þess­um ár­angri má ekki fórna held­ur þarf að viður­kenna að öfl­ug al­mannaþjón­usta eyk­ur vel­sæld allra og trygg­ir jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Við Vinstri-græn boðum ekki aukna áherslu á einka­rekst­ur ólíkt flest­um öðrum flokk­um sem skera sig þannig frá yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta lands­manna sem vill ein­mitt öfl­ugt op­in­bert heil­brigðis­kerfi.

Útrým­um kyn­bundnu of­beldi

Jafn­rétti kynj­anna er ein vís­asta leiðin til að ná auk­inni vel­sæld og jöfnuði. Mik­il­væg fram­fara­spor voru stig­in á kjör­tíma­bil­inu þegar fæðing­ar­or­lof var lengt í heilt ár með jafnri skipt­ingu á for­eldra og sex fram­selj­an­leg­um vik­um. Það er líka ánægju­legt að sjá að sam­kvæmt nýrri laun­a­r­ann­sókn Hag­stof­unn­ar hef­ur dregið úr launamun kynj­anna á kjör­tíma­bil­inu. Mest hef­ur dregið úr hon­um hjá rík­inu og enn er launamun­ur­inn minnst­ur hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Næstu verk­efni snúa að hinum kyn­skipta vinnu­markaði. Þar þarf að leggj­ast í að meta virði ólíkra starfa eft­ir því hvort karl­ar eða kon­ur eru í meiri­hluta. Og stíga þarf næstu skref í bar­átt­unni gegn kyn­bundnu of­beldi – sem er í senn or­sök og af­leiðing mis­rétt­is í sam­fé­lag­inu.

Framtíðin er í okk­ar hönd­um

Við Vinstri-græn lít­um svo á að hlut­verk stjórn­mál­anna sé að tryggja vel­sæld og lífs­gæði allra. Það skipt­ir gríðarlega miklu máli að við tök­um rétt­ar ákv­arðanir á næsta kjör­tíma­bili, ákv­arðanir sem tryggja jöfnuð og jöfn tæki­færi allra. Við eig­um að halda áfram að bæta lífs­kjör á Íslandi með sjálf­bærni að leiðarljósi og setja okk­ur metnaðarfull mark­mið og ráðast í rót­tæk­ar og raun­hæf­ar aðgerðir gegn lofts­lags­vánni. Stíga þarf stór skref í að auka verðmæta­sköp­un í öll­um grein­um með auk­inni áherslu á þekk­ing­ar­geir­ann og skap­andi grein­ar. Við vit­um að með Vinstri-græn í for­ystu verður vel­sæld og af­koma al­menn­ings í for­gangi.

X-V 25. sept­em­ber

Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search