PO
EN

Samningar um þjónustutengda fjármögnun

Deildu 

Í sam­ræmi við heil­brigðis­stefnu hef­ur á síðustu árum verið unnið að því að inn­leiða þjón­ustu­tengda fjár­mögn­un í heil­brigðis­kerf­inu. Slík fjár­mögn­un hef­ur tíðkast um ára­bil í ná­granna­lönd­um okk­ar og bygg­ist á svo­kölluðu DRG-flokk­un­ar­kerfi sjúk­dóma (e. Diagnose Rela­ted Groups). Mark­miðið er að fjár­mögn­un heil­brigðisþjón­ustu sé sann­gjörn og raun­hæf, að hún sam­ræm­ist þjón­ust­unni sem veitt er hverju sinni og skýr­um mark­miðum fjár­veit­ing­ar­valds­ins um magn henn­ar og gæði. Ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið McKins­ey var á ár­inu 2020 fengið til ráðgjaf­ar um inn­leiðingu þessa kerf­is að ís­lensk­um aðstæðum og fyr­ir­tækið skilaði skýrslu um það sama ár. Ákveðið var í kjöl­farið að byrja inn­leiðing­una á Land­spít­ala og Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Stefnt er að því að klín­ísk starf­semi á báðum þess­um sjúkra­hús­um verði fjár­mögnuð með DRG-grein­ing­ar­kerf­inu frá og með 1. janú­ar 2022. Í fram­hald­inu er ráðgert að önn­ur sjúkra­húsþjón­usta í land­inu, og sam­bæri­leg þjón­usta í einka­rekstri, verði fjár­mögnuð með sama kerfi.

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, sem sam­kvæmt heil­brigðis­stefnu ber að semja um veit­ingu heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir hönd rík­is­ins, og Land­spít­ali und­ir­rituðu hinn 23. sept­em­ber 2021 samn­ing um fjár­mögn­un klín­ískr­ar starf­semi Land­spít­ala fyr­ir árið 2022. Verk­efni spít­al­ans sem t.d. tengj­ast hlut­verki hans á sviði kennslu, vís­inda og meiri­hátt­ar viðhalds verða fjár­mögnuð með föst­um fjár­veit­ing­um eins og áður. Nú er unnið að sam­bæri­leg­um samn­ingi um klín­íska þjón­ustu Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

Kost­ur­inn við þessa nýju fjár­mögn­un sjúkra­húsa er að hún fel­ur í sér hvata, þar sem hún teng­ist því þjón­ustu­magni sem veitt er. Kerfið auðveld­ar rík­inu sem greiðanda að sjá hvaða þjón­ustu er verið að veita og for­gangsraða fjár­magni til þjón­ustu þar sem þörf­in er mest. Þá auðveld­ar kerfið teng­ingu á milli magns þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er og þeirra gæða sem kraf­ist er, þar sem ákveðinn hluti greiðslna er tengd­ur gæðavís­um.

Nýtt fjár­mögn­un­ar­kerfi (ACG-kerfið) var tekið í notk­un fyr­ir Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins árið 2018. Kerfið teng­ir greiðslur til heilsu­gæslu­stöðva við stærð, ald­urs­dreif­ingu og fé­lags­lega þyngd upp­töku­svæðis­ins ásamt því að gera kröf­ur um viss gæðaviðmið til þess að öðlast full­ar greiðslur. Þetta kerfi hef­ur reynst vel og var inn­leitt fyr­ir heilsu­gæsl­una um allt land frá og með 1. janú­ar 2021.

Samn­ing­ar um þjón­ustu­tengda fjár­mögn­un marka tíma­mót í ís­lenskri heil­brigðisþjón­ustu og eru stórt skref í átt að enn betra heil­brigðis­kerfi, til handa okk­ur öll­um.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search