Search
Close this search box.

Grænar lausnir og nýsköpun

Deildu 

Við stönd­um frammi fyr­ir stór­um áskor­un­um sem sam­fé­lag vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Áhrif far­ald­urs­ins eru margþætt og hann hef­ur snert dag­legt líf okk­ar allra á ein­hvern hátt. Þegar kem­ur að efna­hag lands­ins sér­stak­lega og upp­bygg­ingu hans höf­um við í rík­is­stjórn­inni lagt áherslu á það að Ísland geti vaxið til auk­inn­ar vel­sæld­ar út úr krepp­unni; að sam­tím­is og við náum stöðug­leika í verðlagi og vöxt­um og kom­um rík­is­sjóði á rétt­an kjöl stönd­um við vörð um þá upp­bygg­ingu sem orðið hef­ur í al­mannaþjón­ustu á und­an­förn­um árum og efl­um hana enn frek­ar. Áhersla á lofts­lags­mál er leiðar­stef í nýj­um stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og bar­átt­an við lofts­lags­breyt­ing­ar með sam­drætti í los­un, orku­skipt­um og grænni fjár­fest­ingu verður for­gangs­verk­efni næstu ára og ára­tuga.

Fjár­lög á mál­efna­sviði sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins fyr­ir árið 2022 end­ur­spegla þess­ar áhersl­ur í lofts­lags­mál­um, en einnig hvata til ný­sköp­un­ar, aukið mat­væla­ör­yggi og aukið frelsi til fjöl­breytt­ari mat­væla­fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un­ar. Þá er lögð áhersla á að ein­falda stjórn­sýslu enn frek­ar og auka sta­f­ræn sam­skipti.

Á mál­efna­sviði land­búnaðar verður fjár­heim­ild til lofts­lagsaðgerða í land­búnaði auk­in um 75 millj­ón­ir króna, auk þess sem fjár­lög­in end­ur­spegla verk­efni sem tengj­ast mót­un og fram­fylgni á heild­stæðri áætl­un um vökt­un og ábyrga nýt­ingu lands, kol­efn­is­hlut­leysi naut­griparækt­ar fyr­ir árið 2040 og verk­efni tengd vörn­um gegn sýka­lyfja­ónæmi. Einnig má nefna mót­un fæðuör­ygg­is­stefnu og aðgerðaáætl­un henn­ar sem og inn­leiðingu land­búnaðar- og mat­væla­stefnu og áfram­hald­andi þróun á mæla­borði land­búnaðar­ins.

Unnið verður að heild­ar­end­ur­skoðun á lög­gjöf um bú­vöru­fram­leiðslu og áhersla lögð á veit­ingu auk­inn­ar sta­f­rænn­ar þjón­ustu, til dæm­is þróun gagna­grunna og ra­f­rænna lausna til að bæta stjórn­un og skrán­ingu búfjár­sjúk­dóma og tryggja rekj­an­leika afurða. Fjár­heim­ild mála­flokks­ins er auk­in um 35 m.kr. í tvö ár til að koma upp heild­stæðu upp­lýs­inga­stjórn­un­ar­kerfi hjá Mat­væla­stofn­un fyr­ir op­in­bert eft­ir­lit með mat­væl­um, fóðri, dýra­heil­brigði og fleiru, þ.e. svo­kölluðum gagna­skila­grunni.

Á mál­efna­sviði sjáv­ar­út­vegs og fisk­eld­is er áhersla lögð á að auka sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, styðja við minni sjáv­ar­byggðir og auka verðmæta­sköp­un. Þá er meðal ann­ars lögð áhersla á verk­efni um auk­inn rekj­an­leika hrá­efn­is frá veiðum til markaðar og þar með bætt­an markaðsaðgang fiskaf­urða og end­ur­skoðun fram­kvæmd­ar við ráðstöf­un at­vinnu- og byggðakvóta. Nýr fisk­eld­is­sjóður var stofn­sett­ur 2021, til styrk­ing­ar innviða þar sem fisk­eldi er stundað í sjókví­um en fjár­heim­ild mála­flokks­ins er auk­in um rúm­ar 80 millj­ón­ir sam­kvæmt fjár­lög­um.

Svandís Svavars­dótt­ir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search