Search
Close this search box.

Að standa með lögreglunni á réttum forsendum

Deildu 

Aðgerðir lög­reglu vegna mót­mæl­anna í lok síðasta mánaðar og af­leiðing­ar þeirra hafa skapað rétt­mæta umræðu. Sitt sýn­ist hverj­um. Frétta­flutn­ing­ur af lög­reglu­of­beldi veld­ur mér áhyggj­um og hef ég gert það að um­tals­efni í ræðustól Alþing­is, sem féll ekki í kramið hjá öll­um. Ég hef fengið pósta frá lög­reglu­mönn­um sem fannst að sér vegið. Ég hef hins veg­ar líka fengið tals­vert af póst­um frá al­menn­um borg­ur­um sem segj­ast hafa upp­lifað áreiti eða of­beldi af hálfu lög­reglu. Ég virði bæði sjón­ar­mið og svo því sé haldið til haga þá hef ég í gegn­um tíðina staðið með lög­regl­unni bæði í ræðu og riti. Að mínu mati bygg­ist vandi lög­regl­unn­ar fyrst og fremst á langvar­andi fjár­skorti. Á sama tíma og aðhaldskraf­an eykst fjölg­ar verk­efn­un­um. Það eyk­ur bara á vand­ann, sem er löngu orðinn djúp­stæður og flók­inn. En lausn­in er hins veg­ar ekki að auka heim­ild­ir henn­ar.

Mönn­un lög­regl­unn­ar, ekki síst á lands­byggðinni, er mikið áhyggju­efni. Um­dæm­in eru gríðar­stór og eðli máls sam­kvæmt er ógern­ing­ur að tryggja ör­yggi lög­reglu­manna og al­menn­ings á meðan staðan er sú, eins og dæm­in sanna, að einn ein­stak­ling­ur á að vakta mörg hundruð fer­kíló­metra svæði.

Mis­tök­um fjölg­ar og veik­indi aukast

Þá ligg­ur sömu­leiðis í aug­um uppi að á meðan sama fólkið þarf að manna stöðugildi sem ættu að dreifast á mun fleiri hend­ur, þá end­ar það bara á einn veg: Mis­tök­um fjölg­ar, fólk end­ar í kuln­un eða veik­ind­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haldið um stjórn­artaum­ana í dóms­málaráðuneyt­inu árum sam­an og er ábyrgð ráðherr­anna þar á stöðu lög­regl­unn­ar rík. Það sama má segja um stöðu út­lend­inga­mála og fang­els­is­mála, en það er önn­ur saga.

Lög­regl­an þarfn­ast skiln­ings

Sem full­trúi VG í fjár­laga­nefnd hef ég lagt ríka áherslu á að lög­regl­unni sé sýnd­ur skiln­ing­ur og niður­skurðaról­in sé ekki þrengd enn frek­ar. Ég held með lög­regl­unni og virði hana, en er í grund­vall­ar­atriðum ósam­mála þeim rök­um að vandi henn­ar leys­ist með aukn­um rann­sókn­ar­heim­ild­um eða vopna­b­urði. Hins veg­ar þarf að tryggja strax viðun­andi vinnuaðstæður og mann­sæm­andi um­hverfi. Það ligg­ur í aug­um uppi.

Jódís Skúladóttir er þingmaður Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search