PO
EN
Search
Close this search box.

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði tekur til starfa

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, sem formann aðgerðahóps stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins um launa­jafn­rétti og jafn­rétti á vinnu­markaði.

Hóp­ur­inn var skipaður í september í kjölfar skýrslu sem starfs­hóp­ur um end­ur­mat kvennastarfa skilaði af sér. Verk­efni hins nýja aðgerðahóps er að leggja fram til­lög­ur að aðgerðum til að út­rýma launamun sem skýrist af kyn­skipt­um vinnu­markaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum. 

Í hópnum eiga einnig sæti full­trú­ar frá fé­lags­málaráðuneyti, fjár­mála- og efnahagsráðuneyti, ASÍ, BSRB, BHM, Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Bára Hildur Jóhannsdóttir sérfræðingur hefur verið ráðin sem starfsmaður hópsins.

Frétt: Stjórnarráðið

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search