EN
PO
Search
Close this search box.

Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli

Deildu 

Furðu­leg umræða hefur skotið upp koll­inum um að þær félags­legu og efna­hags­legu aðgerðir sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í til að skapa sam­fé­lags­lega við­spyrnu við áhrifum heims­far­ald­urs­ins snú­ist um að mylja undir þá sem eiga. Í sama mund er talað um frum­varp um end­ur­skoðun á skatt­stofni fjár­magnstekju­skatts þar sem hækkun frí­tekju­marks er meðal breyt­inga, en það frum­varp er eðli máls­ins sam­kvæmt ekki tengt heims­far­aldr­in­um. Drífa Snædal, for­seti ASÍ, kom inn á þetta í Kast­ljósi fyrir skemmstu og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, tók svo upp á þingi. Í máli Þór­hildar Sunnu var reyndar að finna svo margar rang­færslur að kannski er óþarfi að kippa sér upp við þessa sér­stöku, en það er engu að síður úr vegi að skoða þessi mál bet­ur.

Við for­seti ASÍ erum sam­mála um þörf­ina á að greina hvort aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækjum vegna kór­ónu­veirunnar séu að fara til þeirra sem þyrftu helst á að halda. Ég er hins vegar ósam­mála for­set­anum um að verið sé að skera niður til vel­ferð­ar­kerf­is­ins, enda er það ein­fald­lega rangt og ekki hægt að ríf­ast um. Mat á því fyrir hverja aðgerð­irnar eru liggur hins vegar fyrir sem og hvernig þær hafa verið nýtt­ar. Skýrsla um nýt­ingu úrræð­anna hingað til birt­ist fyrr í mán­uð­inum þar sem allar upp­hæðir koma fram. Hún er hér.

Ég veit ekki hvernig hægt er að segja með sann­girni, sé sú skýrsla skoð­uð, að rík­is­stjórnin sé að mylja undir hina ríku en mér þætti frá­bært að fá nán­ari útskýr­ingu á því. Eru það hluta­bæt­urnar sem hafa farið til þeirra sem hafa verið í skertu starfs­hlut­falli síð­ustu mán­uði? Úrræði sem snýst um að fólk sem vinnur hjá fyr­ir­tækjum þar sem verk­efnin og tekj­urnar hafa hrunið haldi tekjum og ráðn­ing­ar­sam­bandi þrátt fyrir skert starfs­hlut­fall. Eða fólk sem missti vinn­una og er nú atvinnu­laust en fékk greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti? Aðgerð sem farið var í í vor þegar við blasti að mörg fyr­ir­tæki gætu ekki haldið út að hafa starfs­fólk í skertu starfs­hlut­falli og bæði stjórn­völd og verka­lýðs­hreyf­ingin höfðu áhyggjur af því að myndi ekki fá greiddan upp­sagn­ar­frest sinn og upp­safnað orlof. Sú aðgerð sner­ist um að tryggja að fólk fengi greitt strax í sam­ræmi við rétt­indi sín en þyrfti ekki að bíða eftir langri máls­með­ferð og mögu­lega greiðslu úr Ábyrgða­sjóði launa mán­uðum síðar – að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Varla var það barna­bóta­auk­inn eða Allir vinna úrræð­ið? Lok­un­ar­styrkir – fyrir hár­greiðslu­stofur og rekstr­ar­að­ila sem stjórn­völd þurftu að banna að hafa opið. Telja þær að lok­un­ar­styrkir og við­spyrnu­styrkir til rekstr­ar­að­ila sem hafa þurft að loka eða draga veru­lega úr starf­semi sinni fari bara til ríks fólks, en ekki til að borga fólki laun og halda því í vinnu, jafn­vel þó þeir mið­ist við fjölda starfs­fólks?AUGLÝSING

Ég gæti haldið áfram niður list­ann en stóra myndin breyt­ist ekk­ert. 

Fljót­lega fara svo bráðum í útgreiðslu lán til fyr­ir­tækja og frek­ari lok­un­ar­styrk­ir. Um hvað snýst þetta allt sam­an? Þetta snýst um að halda atvinnu­leysi í eins miklum skefjum og nokkur kostur er. Af því að þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er lík­lega ekk­ert sem eykur ójöfnuð innan sam­fé­laga jafn mikið og lang­tíma atvinnu­leysi. Og það er okkar stærsta verk­efn­i. 

Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir tók þennan mál­flutn­ing upp á þingi í dag, fimmtu­dag, og bætti svo raunar við ótrú­legum fjölda rang­færslna, svo mörgum að það er ekki hægt að fara yfir það í (ekki svo) stuttu máli. 

Hún vís­aði í eft­ir­far­andi orð for­seta ASÍ og sagði hana vera að vísa í áform­aða hækkun frí­tekju­marks fjár­magnstekju­skatts, en eins og sjá má var Drífa að vísa til hlut­anna í miklu víð­ara sam­hengi og m.a. við­spyrnu­að­gerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar: 

„Þegar maður setur þessar aðgerðir í sam­hengi, þá eru þarna ýmsar aðgerðir sem verða til þess að dýpka mis­rétti. Það er verið að mylja undir þá sem eiga í stað þeirra sem eiga ekki.“ 

End­ur­skoðun á fjár­magnstekju­skatti, í tveimur áföng­um, er í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrri áfang­inn var að hækka hann strax í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins um 10% (úr 20 í 22%) og annar áfangi, sem er nú á þing­mála­skrá fjár­mála­ráð­herra, að end­ur­skoða skatt­stofn­inn. Um þetta sagði Þór­hildur Sunna: 

„Fyr­ir­huguð hækkun á frí­tekju­marki fjár­magnstekju­skatts mun færa fjár­magns­eig­endum 150.000 kr. auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uð­i“.

Þetta er ein­fald­lega rangt. Í frum­varp­inu sem birt var í sam­ráðs­gátt fyrir helgi en hefur ekki komið inn í þingið enn er kveðið á um 150.000 krónu hækkun frí­tekju­marks, úr 150.000 krónum eins og það er núna upp í 300.000 krón­ur. Þetta er hins vegar á árs­grund­velli en ekki á mán­uði og hækkar þar af leið­andi ekki ráð­stöf­un­ar­tekjur neins um 150.000 krónur á mán­uði, sem væri auð­vitað frá­leitt. 

Svo sagði hún: 

„Ég vil því spyrja hæstv. ráð­herra: Hvers vegna er hún að mylja undir þá ríku? Hvers vegna eru eins og aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka benti á dög­unum að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir eru atvinnu­lausir og Land­spít­al­inn býr við aðhalds­kröf­u?“

Líkt og ég hef farið yfir er ekki verið að mylja undir hina ríku. Langstærstur hluti þeirra pen­inga sem farið hafa úr rík­is­sjóði hafa farið til fólks sem býr við atvinnu­leysi að hluta eða að fullu. Þús­undir eru vissu­lega atvinnu­lausir og þess vegna var gríð­ar­lega mik­il­vægt að lengja tíma­bilið sem fólk fær tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bætur og að grunn­bæt­urnar verði hækk­aðar um 18 þús­und krónur um ára­mót­in, þá sam­tals um rúmar 80 þús­und krónur á kjör­tíma­bil­inu. Sömu­leiðis að barna­á­lag atvinnu­leys­is­bóta verði áfram haldið í 6 pró­sentum þannig að fjár­hæðin á mán­uði með hverju barni verði um 18 þ.kr. en ekki 12 þ.kr. og að atvinnu­leit­endur fái des­em­ber­upp­bót upp á 86 þ.kr. 

Þá er vert að nefnda að heild­ar­fram­lög til Land­spít­al­ans verða á næsta ári verða um 80.000 millj­ónir sem er tölu­verð aukn­ing á milli ára, eða um 4.000 millj­ón­ir. Spít­al­inn býr svo við 0,5% aðhalds­kröfu eins og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir sem eru 400 millj­ónir á næsta ári.

Næst sagði Þór­hildur Sunna þetta, sem er mögu­lega það sem er áhuga­verðast: 

„Þó vitum við báð­ar, virðu­legi for­seti, að þetta þrepa­skipta skatt­kerfi sem ráð­herra minn­ist á nýtt­ist betur þeim tekju­hæstu en þeim tekju­lægst­u.“

Þetta eru bein­harðar rang­færsl­ur. Ekki háð túlk­un, bara rangt. Þrepa­skipta skatt­kerf­ið, þ.e. að inn­leiða nýtt lág­tekju­þrep, kemur tækju­lægri hópum mun betur en þeim tækju­hærri. Raunar er ávinn­ing­ur­inn mestur fyrir þau sem eru með lág­marks­laun á vinnu­mark­aði (um 350.000 kr.) því ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra verða um 120.000 krónum hærri á næsta ári en fyrir breyt­ing­una og svo fjarar ávinn­ing­ur­inn út eftir því sem tekjur hækka. Þessi breyt­ing skilar líka meiri ávinn­ingi til kvenna en karla, yngra fólks en eldra og þeirra sem eru á leigu­mark­aði en þeirra sem eiga fast­eign. Þessi stað­hæf­ing Þór­hildar Sunnu gæti í raun ekki verið fjær sann­i. 

Svo er hægt að bæta því við að maður þarf ekki að lesa mikið um skatt­kerfi til að vita að þrepa­skipt (oft kölluð prógressíf/fram­sæk­in) skatt­kerfi hafa meiri jöfn­un­ar­á­hrif en þau með færri þrep­um. Þetta er því líka gríð­ar­lega mik­il­væg kerf­is­breyt­ing og það má velta fyrir sér hvort Píratar séu ekki fylgj­andi þrepa­skiptum skatt­kerf­um. En höldum áfram.

Næst hélt Þór­hildur Sunna fram að hópi tekju­lægstu hefði gagn­ast best að fá hækkun per­sónu­af­slátt­ar, frekar en nýtt lág­tekju­grunn­þrep. 

Þetta er rangt. Hækkun per­sónu­af­sláttar hefði í fyrsta lagi gengið upp allan tekju­stig­ann, hún hefði skilað lægri ávinn­ingi og hún hefði ekki haft í för með sér kerf­is­breyt­ingu til meiri jöfn­uð­ar. 

Við eigum að vera ósam­mála um ýmis­legt í póli­tík­inni, það er þannig sem við komumst að sem bestri nið­ur­stöðu og færum mál áfram. Það á hins vegar að vera ábyrgð­ar­hlut­verk að fara rétt með stað­reynd­ir, það sem ekki er nokkrum vafa und­ir­orp­ið. Ef við gerum það ekki, ef við teygjum sann­leik­ann og stað­reynd­irnar eins og mál­futn­ingi okkar hent­ar, þá erum við komin á stór­hættu­lega braut í þjóð­mála­um­ræð­unni, eins og við sjáum dæmi um t.d. í Banda­ríkj­un­um. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt í jafn við­kvæmri stöðu og nú er uppi, ábyrgð okkar er enn meiri.

Ég skil það vel að fólk vilji að meira sé gert, að það sé farið í frek­ari aðgerð­ir. Auð­vitað er það þannig í þess­ari stöðu. Það á hins vegar ekki að vera boð­legt að fara jafn rangt með jafn margt í þeim aðgerðum sem við erum að grípa til, að mála þær jafn röngum litum og sum virð­ast ekki hika við að gera. Tök­umst á um leiðir og aðferð­ir, en förum rétt með stað­reynd­ir.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search