Search
Close this search box.

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni

Deildu 

Afeitr­un­ar­deild fyr­ir ólögráða ung­menni á Land­spít­ala var opnuð þriðju­dag­inn 2. júní. Afeitr­un­ar­deild­in heyr­ir und­ir fíknigeðdeild Land­spít­ala og mun veita fjöl­skyldumiðaða þjón­ustu fyr­ir ung­menni með al­var­leg­an vímu­efna­vanda. Til­koma deild­ar­inn­ar er langþráð og mik­il­vægt fram­fara­skref í þjón­ustu við þenn­an afar viðkvæma hóp. Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ung­menni með al­var­leg­an vímu­efna­vanda koma til inn­lagn­ar í 1-3 sól­ar­hringa, en eft­ir það taka önn­ur úrræði við. Þverfag­legt meðferðart­eymi mun sinna ung­menn­um og aðstand­end­um þeirra á meðan á dvöl stend­ur í sam­vinnu við barna- og ung­linga­geðdeild, BUGL. Þá er náið sam­starf við Barna­vernd­ar­stofu og bráðamót­tök­ur Land­spít­ala.

Verk­efnið hef­ur verið und­ir­búið og unnið í sam­vinnu margra sviða Land­spít­ala og þvert á stofn­an­ir heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og fé­lagsþjón­ust­unn­ar. Við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins var einnig leitað til ein­stak­linga sem hafa reynslu af vímu­efna­neyslu en hafa náð bata, til þess að fá ráðlegg­ing­ar og aðstoð við það að koma deild­inni á lagg­irn­ar.

Vandi þess hóps sem hér um ræðir er fjölþætt­ur og krefst fjöl­breyttra og gagn­reyndra úrræða. Eng­in ein aðferð hent­ar öll­um og mik­il­vægt er að greina vand­ann og sér­sníða lausn­ir að hverj­um ein­stak­lingi í sam­starfi heil­brigðisþjón­ustu, fé­lagsþjón­ustu og skólaþjón­ustu. Al­gengt er að börn­in og ung­menni glími einnig við geðheil­brigðis­vanda, auk vímu­efna­vanda, sem og fé­lags­lega erfiðleika og því gef­ur auga leið að við þurf­um að horfa á mál­in heild­rænt.

Tæki­fær­in til þess að grípa sterkt inn með heild­stæðum for­vörn­um, geðrækt og snemm­tæk­um íhlut­un­um sem ná til barna, for­eldra, heil­brigðisþjón­ustu, fé­lagsþjón­ustu og skólaþjón­ustu eru til staðar en það þarf að grípa þau. Við vit­um að helm­ing­ur þeirra sem glíma við geðræn­an vanda upp­lif­ir hamlandi geðræn ein­kenni við 14 ára ald­ur, það er, þeim líður það illa að það kem­ur niður á dag­legu lífi þeirra, s.s. hvernig þeim líður heima, hvernig þeim geng­ur í skól­an­um, hvernig þeim geng­ur fé­lags­lega og hvernig þeim tekst að tak­ast á við áskor­an­ir dag­legs lífs.

Ein­mitt þess vegna hef­ur rík­is­stjórn­in samþykkt að inn­leiða geðrækt, for­varn­ir og stuðning við börn og ung­menni í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um lands­ins. Einnig vinn­ur stýri­hóp­ur stjórn­ar­ráðsins í mál­efn­um barna að því að sam­hæfa og efla alla þjón­ustu við börn.

Með opn­un afeitr­un­ar­deild­ar­inn­ar fyr­ir ólögráða ung­menni á Land­spít­ala ryðjum við braut fyr­ir nýja og betri þjón­ustu fyr­ir börn og ung­menni með neyslu- og fíkni­vanda. Okk­ar sam­eig­in­lega leiðarljós í þessu verk­efni er far­sæld barna og bætt þjón­usta við þenn­an viðkvæma hóp.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search