PO
EN
Search
Close this search box.

Afl og samstaða

Deildu 

Hert­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir um allt land tóku gildi í dag, 31. októ­ber. Meg­in­breyt­ing­in felst í 10 manna fjölda­tak­mörk­un­um í stað 20 áður. Allt íþrótt­astarf verður óheim­ilt og sviðslist­ir sömu­leiðis. Gert er ráð fyr­ir að regl­ur um hert­ar aðgerðir gildi til og með 17. nóv­em­ber. Þær verða end­ur­metn­ar eft­ir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort fram­leng­ing sé nauðsyn­leg.

Áfram gild­ir 2 metra regla, auk­in áhersla er á grímu­notk­un frá því sem áður hef­ur verið, sund­laug­ar verða lokaðar, krár og skemmti­staðir sömu­leiðis, veit­inga­stöðum þarf að loka kl. 9 á kvöld­in og börn fædd 2015 og síðar verða und­anþegin 2 metra reglu, fjölda­tak­mörk­un­um og grímu­skyldu. Ýmsar frek­ari tak­mark­an­ir leiðir af þess­um tak­mörk­un­um og þær gera marg­vís­lega starf­semi örðuga og suma starf­semi ómögu­lega.

Þetta er veru­lega íþyngj­andi skref, en því miður nauðsyn­legt skref. Við þurf­um að hemja far­ald­ur­inn með því að grípa fast í taum­ana og með því að grípa strax í taum­ana. Veir­an er sann­ar­lega á ferðinni úti í sam­fé­lag­inu og hætt­an á ít­rekuðum hópsmit­um er yf­ir­vof­andi vegna þess hvernig dreif­ing veirunn­ar er. Ef við bregðumst ekki skjótt við mun­um við vænt­an­lega sjá ít­rekaðri hópsmit.

Land­spít­al­inn sem er okk­ar flagg­skip í heil­brigðisþjón­ust­unni er á neyðarstigi, álagið þar er mikið og vax­andi og það er álag víða í heil­brigðis­kerf­inu. Það er mikið álag í sótt­varn­ar­hús­um og meiri veik­indi meðal þeirra sem eru þar í ein­angr­un en áður hef­ur verið.

Þetta er besti kost­ur­inn í erfiðri og flók­inni stöðu. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til og vona það besta. Það er eðli­legt að við séum orðin bæði þreytt og leið á þessu ástandi, en ég bið okk­ur öll um að muna eft­ir mark­miðinu. Við vilj­um ekki draga þetta ástand á lang­inn, við vilj­um ekki bíða eft­ir því að staðan versni áður en við gríp­um til aðgerða, vegna þess að það ger­ist ef við gríp­um ekki til aðgerða strax. Tök­um á þessu hratt og náum vopn­um okk­ar aft­ur, við þurf­um áfram að búa með þess­ari veiru, við vit­um ekki hve lengi – það er hún sem ræður ferðinni en við vit­um af reynsl­unni að með mark­viss­um aðgerðum og góðri sam­stöðu get­um við náð taum­haldi á henni og haldið henni í skefj­um.

Til þess að okk­ur gangi öll­um vel þurf­um við að vera ábyrg, en við þurf­um líka að sýna um­hyggju. Við þurf­um líka að vera góð hvert við annað og við sam­fé­lagið okk­ar. Ef við tök­um sam­an á þessu, af afli, sem við eig­um til, af sam­stöðu, sem við þekkj­um best, þá get­um við leyft okk­ur að hlakka til aðventu og jóla. Sann­ar­lega óvenju­legra jóla, en jóla samt.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search