EN
PO
Search
Close this search box.

Áform um stækkun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Deildu 

Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Snæfellsbæ, hefur kynnt áform um stækkun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Um er að ræða svæði sem liggur norðan við jökulhettuna og austan við núverandi þjóðgarðsmörk, frá jökli að Búrfelli og norður fyrir Dýjadalsvatn. Með þessari viðbót stækkar Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull um 9% og verður 182 ferkílómetrar að stærð.

Viðbótin skapar enn frekari möguleika til útivistar á svæðinu, ekki síst fyrir heimamenn, en svæðið sem um ræðir nær m.a. yfir gamla þjóðleið, Prestagötu.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er staðsettur á utan verðu Snæfellsnesi. Hann var stofnaður árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Í þessu felst m.a. að náttúra þjóðgarðsins fái að þróast eftir eigin lögmálum eins og kostur er um leið og almenningi er gert kleift að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Áform um stækkunina eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Nánari upplýsingar um áformin má finna hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search