Nú hefur álit Persónuverndar um notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum í tengslum við kosningar verið birt á vefsíðu Persónuverndar.
Gagnaöflun til þess að komast yfir allar upplýsingar og svara Persónuvernd innan tímamarka hefur verið krefjandi ferli og lærdómsríkt. Við tökum undir mikilvægi þess að það verði að vera gagnsætt hvernig stjórnmálaflokkar og aðilar þeim tengdum auglýsa á netinu og að hverjum auglýsingarnar beinast.
Okkar auglýsingar á facebook hafa frá 15. október 2019 verið merktar sem auglýsingar sem tengjast samfélagsmálum, kosningum eða stjórnmálum og gerir sú merking samfélagsmiðlanotendum kleift að öðlast á hverjum tíma yfirlit yfir okkar auglýsingar sem birtar eru á miðlinum.
Nánar má lesa um auglýsingar á samfélagsmiðlum tengdar samfélagsmálum, kosningum eða stjórnmálum og fletta upp stjórnmálasamtökum hér á landi í Auglýsingasafn
Upplýsingar
Kosningamiðstöðvar
Suðurlandsbraut 10, Rvk Brekkugata 7, Akureyri