PO
EN

Ályktun : Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fordæmir áætlun Bandaríkjaforseta um framtíðarskipan mála í Ísrael og Palestínu.

Deildu 

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Seltjarnarnesi 7.-8. febrúar 2020, fordæmir áætlun Bandaríkjaforseta um framtíðarskipan mála í Ísrael og Palestínu.

Áætlunin er skýrt brot á alþjóðalögum, enda gerir hún ráð fyrir því að ólöglegar landtökubyggðir Ísraela verði viðurkenndar sem ísraelskt landsvæði.

Áætlunin er bein ógn við friðarumleitanir á svæðinu, gengur gegn tveggja ríkja lausninni, útilokar Palestínumenn frá ákvarðanatöku um eigin framtíð og kyndir undir mismunun gegn Palestínumönnum, þar á meðal palestínskum ríkisborgurum í Ísrael.

Fundurinn skorar á íslensk stjórnvöld að halda málstað Palestínu á lofti í samræmi við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu og hvetja önnur ríki og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að hafna áætlun Bandaríkjamanna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search