Search
Close this search box.

Ályktun frá Svæðisfélagi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum þann 29. janúar 2024

Deildu 

Stjórn Svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum fordæmir aðgerðir utanríkisráðherra Íslands um að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UN­RWA) sem tók þátt í árásinni 7. október og þó nokkrir starfsmenn hennar séu grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti, hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað.

Stjórn svæðisfélagsins telur einnig enn mikilvægara nú en áður að koma á hraðari aðgerðum til að fjölskyldusameining verði að veruleika þar sem þessar aðgerðir kalla á enn frekari neyð til handa íbúum Palestínu. Það er mikilvægt að forysta og ráðherrar Vinstri grænna tjái afstöðu VG með skýrum hætti og stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að ná þessu fólk án tafar út af hættusvæðinu á Gasa og komi því í öruggt skjól á Íslandi.

Stjórnin krefst þess einnig að þegar í stað verði látið af brottvísunum á palestínsku flóttafólki og því veitt vernd á Íslandi.

Mikilvægt er að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi þar sem þess verði krafist að morðárásum á saklaust fólk verð hætt tafarlaust og tekið er undir með alþjóðadómstólnum um þjóðarmorð.

Stjórn Svæðisfélags VG á Suðurnesjum styður og hvetur eindregið til sniðgöngu gagnvart Ísrael.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search