EN
PO
Search
Close this search box.

Ályktun frá þingflokki VG um aðstæður sjómanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni

Deildu 

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir vinnubrögð Hraðfrystihússins Gunnvarar sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. Þær aðstæður sem sjómenn voru neyddir til að búa við um borð eru óboðlegar og ljóst að heilsa og velferð þeirra var fyrir borð borin. Mikilvægt er að tryggja að sjómenn geti sagt sögu sína og það er með öllu ólíðandi ef rétt reynist að skipverjum hafi verið meinað um það og slík vinnubrögð eiga ekki að fyrirfinnast á íslenskum vinnumarkaði.

Þegar heimsfaraldur geisar skiptir heilsa fólks og líf öllu máli og fara vinnubrögð HG þvert á öll tilmæli almannavarna og heilbrigðisyfirvalda um hvernig skal bregðast við smiti um borð í skipi. Þá fara þau þvert á þær reglur sem sjómenn og útgerðir höfðu náð saman um að viðhafðar skildu í þessum aðstæðum.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search