Search
Close this search box.

Ályktun stjórnar kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi til stuðnings Svandísi Svavarsdóttur

Deildu 

Stjórn kjördæmisráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ákvörðun hennar um frestun hvalvertíðar þann 20. júní 2023 var tekin samkvæmt áliti Fagráðs um dýravelferð, sem byggt var á niðurstöðum eftirlits með veiðum Hvals hf. á vertíðinni 2022. Þessar niðurstöður sýndu algerlega óásættanlegar veiðiaðferðir þar sem stór hluti veiddra hvala var skotinn oftar en einu sinni. Slíkar veiðiaðferðir eru brot á lögum 55/2013 um velferð dýra. Því telur stjórn kjördæmisráðsins að ráðherra hafi ekki haft annar kost en að fresta veiðum og fara fram á úrbætur á veiðiaðferðum. Minnt er á að þrátt fyrir að hafa haft rúman tíma til úrbóta var álíka hátt hlutfall hvala skotinn oftar en einu sinni á vertíðinni í september 2023. Því má vera fullljóst að þessar veiðar verða seint framkvæmdar samkvæmt lögum um dýravelferð.

Stjórnin hvetur Svandísi til að halda áfram í matvælaráðuneytinu og vinna áfram að þeim góðu málum sem hún er að vinna að.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search