Search
Close this search box.

Ályktun um stjórnarskrá og ný stjórn kjörin í svæðisfélagi Vinstri grænna í Reykjavík

Deildu 

Rétt í þessu var ný stjórn kjörin í svæðisfélagi Vinstri grænna í Reykjavík, á fyrsta rafræna aðalfundi félagsins. 

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson var kjörinn formaður félagsins, aðalmenn í stjórn eru þau Guy Conan Stewart, Maarit Kaipainen, Björg Jóna Sveinsdóttir, Torfi Stefán Jónsson, Elva Hrönn Hjartardóttir, Bryngeir Arnar Bryngeirsson og til vara þau Guðrún Hallgrímsdóttir og Ásgrímur Angantýsson.

Ljóst er að nýrri stjórn bíða mörg áhugaverð verkefni, ekki síst á komandi kosningaári.


Fundurinn var vel sóttur og var góður rómur gerður að stafrænu félagsstarfi VGR á þessum víðsjáverðu tímum. 

Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt:

Aðalfundur Vinstri grænna í Reykjavík fagnar því að forsætisráðherra sé að setja stjórnarskrármálin á dagskrá Alþingis með því að leggja fram frumvörp um stjórnarskrárbreytingar.  Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur barist fyrir því alla tíð að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum og um náttúruvernd. VGR hvetur aðra flokka á þingi til að standa við stóru orðin og taka þátt í að breyta stjórnarskránni með okkur.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search