Search
Close this search box.

Ályktun Ungra vinstri grænna um afglæpavæðingu neysluskammta

Deildu 

Ung vinstri græn ályktuðu í vikunni vegna stöðu frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta.

Framkvæmdastjórn UVG harmar hversu langan tíma það tekur að lögfesta frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta. Það liggur á því að frumvarp sem þetta komi fram og verði að lögum. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að koma á meira samráði við þá hópa sem málið varðar, þó vantar talsmann notenda í starfshópinn.
 

Framkvæmdastjórn UVG leggur mikla áherslu á að málið verið unnið í góðu samráði við notendur sem og aðra aðila er að málinu koma. Það er ljóst að 60% þjóðarinnar er fylgjandi afglæpavæðingu. Afglæpavæðing neysluskammta er mikilvægt skref í skaðaminnkandi nálgun og aukinni mannúð gagnvart einstaklingum, líkt og verkefni Frú Ragnheiðar stuðlar að.
 

Ung vinstri græn hvetja ríkisstjórnina og starfshópinn til að vinna málið hratt og örugglega til þess að vernda viðkvæman hóp samfélagsins. 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search