Search
Close this search box.

Ályktun Vinstri grænna í Kópavogi um Palestínu

Deildu 

Á fundi sínum 9. október 2023 samþykkti stjórn Vinstri grænna í Kópavogi svohljóðandi ályktun:

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi fordæmir ógnarverk Hamas-samtakanna gagnvart óbreyttum borgurum í Ísrael. Slíkt verður aldrei réttlætt hvað sem á undan hefur gengið. En það má heldur ekki verða til þess að við lokum augunum fyrir því sem að baki liggur. Ísrael hefur beitt Palestínumenn ofbeldi ártugum saman með miklu mannfalli óbreyttra borgara auk annarra hörmunga. Stjórnvöld í Ísrael bera fulla ábyrgð á því ástandi sem ríkir í Palestínu. Það er ljóst að Ísrael notar nú tækifærið til harðari árása á Palestínumenn en þekkst hafa um langt skeið, jafnvel harðari en nokkru sinni, og njóta til þess fulltingis og jafnvel beinnar aðstoðar voldugra vestrænna ríkja. Því hefur aldrei verið meiri ástæða til að sýna Palestínumönnum stuðning í áratugalangri varnarbaráttu þeirra gegn ofríki og ofbeldi Ísraels. Aðgerðir Hamas að undanförnu mega ekki verða til að grafa undan þeim stuðningi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search