Search
Close this search box.

Árangur fyrir almenning

Deildu 

Alþingi var sett í vik­unni og fjár­málaráðherra mæl­ir fyr­ir fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. Í stefnuræðu minni í gær gerði ég efna­hags­mál og kjara­samn­inga að sér­stöku um­tals­efni. Það hef­ur blásið á móti und­an­far­in miss­eri; fyrst í heims­far­aldri með til­heyr­andi efna­hags­leg­um af­leiðing­um og síðan í verðbólgu og vaxta­hækk­un­um. Þjóðin hef­ur siglt mót­byr­inn af staðfestu og reynst vand­an­um vax­in. Rík­is­stjórn­in hef­ur tekið for­ystu í þess­um mál­um og gripið til aðgerða í rík­is­fjár­mál­um til að styðja við pen­inga­stefn­una.

Efna­hags­leg­ar vís­bend­ing­ar vísa nú í rétta átt. Af­koma rík­is­sjóðs hef­ur batnað langt um­fram bjart­sýn­ustu spár en gert er ráð fyr­ir að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs í ár verði um 100 millj­örðum betri en áætlað var við samþykkt fjár­laga 2023 í lok síðasta árs. Þannig verði hann já­kvæður um 50 millj­arða, í stað þess að vera nei­kvæður um sömu fjár­hæð. Und­ir­liggj­andi verðbólga stefn­ir nú niður á við og við mun­um sjá verðbólgu­mæl­ing­ar ganga niður. Þetta mun skapa for­send­ur fyr­ir lækk­un vaxta sem eru farn­ir að bíta veru­lega, bæði al­menn­ing og at­vinnu­líf.

Við höf­um sýnt gott for­dæmi með því að miða launa­hækk­an­ir æðstu ráðamanna við 2,5% verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans. Við höf­um varið kaup­mátt ör­yrkja þannig að kaup­mátt­ur þess hóps hef­ur ekki minnkað frá því sem var áður en verðbólg­an fór af stað. Viðbót­ar­tekju­skatt­ur verður lagður á fyr­ir­tæk­in í land­inu til að veita viðnám gegn þenslu og verðbólgu og fjár­málaráðherra hef­ur kynnt um­tals­vert aðhald í rík­is­rekstri en áfram leggj­um við áherslu á að verja grunnþjón­ust­una. All­ar þess­ar aðgerðir og marg­ar fleiri styðja við okk­ar sam­eig­in­lega mark­mið um að ná niður verðbólgu og vöxt­um. Áhersla á hús­næðismál og stuðning við barna­fjöl­skyld­ur.

Öruggt hús­næði og bætt kjör

Miklu mun skipta að aðilar vinnu­markaðar­ins fái ráðrúm til að ná sam­an um far­sæla kjara­samn­inga til að tryggja að lífs­kjör hér á Íslandi verði áfram með því besta sem þekk­ist. Þar munu stjórn­völd hér eft­ir sem hingað til greiða fyr­ir samn­ing­um eins og hægt er. Miklu skipt­ir að áætlan­ir stjórn­valda í hús­næðismál­um gangi eft­ir sem og þátt­taka sveit­ar­fé­lag­anna í fram­kvæmd ramma­sam­komu­lags um upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis til að mæta fyr­ir­sjá­an­legri þörf allra hópa fyr­ir íbúðar­hús­næði. Í vor til­kynnti rík­is­stjórn­in um tvö­föld­un fram­laga til að tryggja fram­boð á hag­kvæmu hús­næði. Þessi aukn­ing ger­ir það að verk­um að unnt verður að byggja 2.000 al­menn­ar íbúðir til lang­tíma­leigu fyr­ir tekju­lægri heim­ili á næstu tveim­ur árum í stað 1.000. Þá verður unnið að bættri rétt­ar­stöðu leigj­enda á grund­velli til­lagna starfs­hóps stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins auk þess sem vinna stend­ur yfir við skoðun á bein­um hús­næðisstuðningi við leigj­end­ur og hvernig bet­ur megi tryggja sam­ræmi og sann­girni í hon­um. Öruggt hús­næði er lyk­ill að lífs­gæðum og þar mun rík­is­stjórn­in leggja sitt af mörk­um. Frá upp­hafi hef­ur rík­is­stjórn­in lagt áherslu á bætt kjör barna­fjöl­skyldna. Úttekt á stöðu ung­barna­fjöl­skyldna stend­ur nú yfir á veg­um þjóðhags­ráðs og verða niður­stöðurn­ar nýtt­ar til að bæta kjör þeirra. Þegar hafa stór skref verið stig­in til að efla barna­bóta­kerfið og hef­ur for­eldr­um sem eiga rétt á barna­bót­um fjölgað um tíu þúsund á fimm árum.

Í for­sæt­is­ráðuneyt­inu vinn­um við nú að aðgerðaáætl­un til að draga úr fá­tækt í kjöl­far skýrslu sem ég lét vinna að beiðni Alþing­is. Þar kom fram að dregið hef­ur úr fá­tækt á und­an­förn­um tutt­ugu árum og staðan á Íslandi er með því besta sem þekk­ist. Það er gott að okk­ur hef­ur miðað áfram og það gef­ur okk­ur trú á verk­efn­in en það breyt­ir því ekki að fá­tækt er enn til staðar og þar standa ein­stæðir for­eldr­ar, ör­orku­líf­eyr­isþegar og inn­flytj­end­ur verst. Við þurf­um áfram að grípa til mark­vissra aðgerða á grund­velli grein­inga.

Árang­ur í bar­átt­unni gegn fá­tækt er lyk­il­atriði þegar horft er til al­mennr­ar vel­sæld­ar. Heild­ar­end­ur­skoðun og um­bæt­ur á ör­orku­líf­eyri­s­kerfi al­manna­trygg­inga sem nú er unnið að í fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­inu veg­ur þungt í þessu sam­hengi. Í vet­ur voru fyrstu skref­in tek­in þegar 14 ára kyrrstaða í frí­tekju­marki vegna at­vinnu­tekna hjá ör­orku­líf­eyr­isþegum var rof­in og upp­hæðin nær tvö­földuð. Á næstu árum verður nýtt kerfi með frek­ari um­bót­um inn­leitt í áföng­um og þegar þess­ar breyt­ing­ar hafa náð fram að ganga verða þær eitt stærsta skref sem lengi hef­ur verið tekið af hálfu Alþing­is til að draga úr fá­tækt – og okk­ur öll­um til sóma.

Sam­eig­in­leg mark­mið fyr­ir sam­fé­lagið

Nú­ver­andi rík­is­stjórn er vissu­lega óvenju­leg vegna þess að það er sjald­gæft að ólík­ir flokk­ar taki sig sam­an um að byggja brýr á milli gagn­stæðra póla með vel­sæld fólks­ins í land­inu að leiðarljósi. Öll slík verk­efni byggj­ast á því að skil­greina mark­mið sem eru sam­fé­lag­inu til hags­bóta og finna svo leiðir að þeim – og það get­ur kallað á mála­miðlan­ir um leiðina og hversu hratt mark­miðum verður náð. Rík­is­stjórn­in hef­ur tek­ist á við mörg stór mál með þess­um hætti með góðum ár­angri. Það stærsta án efa heims­far­ald­ur­inn en einnig má nefna breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu, stuðning við kjara­samn­inga og kaup­mátt­ar­aukn­ingu og fleira mætti telja.

Það eru mörg mik­il­væg mál sem við þurf­um að tak­ast á við. Ég hef enn trú á að besta póli­tík­in sé að vinna að sátt um lausn­irn­ar frek­ar en póli­tík sem snýst um að herða pól­ana og færa þá lengra í sund­ur. Og ég er viss um að við sem byggj­um þetta land erum lang­flest sam­mála um það. Verk­efn­in fram und­an eru skýr. Meg­in­viðfangs­efnið er að ná niður verðbólgu og vöxt­um og byggja ofan á þann góða ár­ang­ur sem náðst hef­ur í efna­hags- og vel­ferðar­mál­um þrátt fyr­ir áhlaup síðustu ára. Við erum á réttri leið og nú þarf að tryggja að bat­inn sem fram und­an er skili sér inn í ís­lenskt sam­fé­lag og efna­hags­líf.

Höf­und­ur er for­sæt­is­ráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search