Search
Close this search box.

Árið sem fer í sögubækurnar

Deildu 

Árið 2020 mun skrifa sig í sögu­bæk­urn­ar. Kór­óna­veiran verður þar efst á blaði og áhrif hennar á líf, heilsu og efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Nátt­úru­ham­farir hafa riðið yfir land og þjóð og minna á mik­il­vægi þess að auka öryggi fólks vegna nátt­úru­vár. En það hafa líka verið stigin mörg mik­il­væg skref í átt að rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Komið hefur verið á sann­gjarn­ara skatt­kerfi, fæð­ing­ar­or­lof lengt og ungu fólki og efna­m­inna gert betur kleift að kaupa sér hús­næði. Mik­il­væg mann­rétt­indi trans­fólks hafa verið tryggð. Gripið hefur verið til auk­inna aðgerða í lofts­lags­málum og til­kynnt um mun metn­að­ar­fyllri mark­mið okkar Íslend­inga en áður giltu. Við höfum bannað óþarfa einnota plast­vör­ur, komið á stuðn­ingi við sveit­ar­fé­lög í frá­veitu­málum og stór­aukið fram­lög til ofan­flóða­varna. Átta svæði voru frið­lýst á árinu, þar á meðal Geys­ir, Goða­foss og Gjá­stykki – allt ákvarð­anir um að vernda ein­staka náttúru okkar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.

En það eru líka margar áskor­anir og verk­efni fram und­an.

Áhersla á að vernda líf og heilsu fólks

Heims­byggðin hefur upp­lifað breyt­ingar á þessu ári sem ekk­ert okkar gat séð fyr­ir. Lífið eins og við höfum átt að venj­ast því hefur verið sett á pásu. Félags­leg tengsl hafa verið skert eða rofin og heim­sóknir til aldr­aðra ætt­ingja, vinafagn­aðir og ferða­lög verið í lág­marki. Mark­miðið er skýrt: Að vernda líf og heilsu lands­manna.AUGLÝSING

Ég tel að nokkrir þættir hafi skipt sköpum í bar­áttu okkar við kór­ónu­veiruna. Í fyrsta lagi hafa stjórn­völd horft til vís­inda og þekk­ingar og treyst okkar fær­ustu sér­fræð­ingum til að leið­beina okkur um aðgerð­ir. Í öðru lagi búum við að því að eiga sterkt opin­bert heil­brigð­is­kerfi sem hefur verið styrkt enn frekar í ráð­herra­tíð Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, og hefur sann­ar­lega stað­ist álags­próf­ið. Og í þriðja lagi hefur okkur í stórum dráttum auðn­ast að standa saman sem einn hópur sem ætlar að ná árangri.

Á sama tíma hefur verið gripið til víð­tækra aðgerða til að mæta sam­fé­lags- og efna­hags­legum áhrifum vegna far­ald­urs­ins. Áherslur hafa verið á rétt­indi og hag launa­fólks og að hjálpa líf­væn­legum fyr­ir­tækjum yfir erf­ið­asta hjall­ann. Jafn­framt að styðja sér­stak­lega við við­kvæma hópa með félags­legum úrræðum því við vitum að áhrif erf­ið­leika líkt og þess­ara leggj­ast ekki jafnt á alla hópa sam­fé­lags­ins. Rík­is­stjórnin hefur svo horft til fram­tíðar með aðgerðum sínum til efl­ingar nýsköp­un­ar, mennta­úr­ræða, lofts­lags­mála og geð­heil­brigð­is­mála.

Frelsi almenn­ings hefur vissu­lega verið skert í heims­far­aldr­in­um, en þó mun minna en í mörgum öðrum ríkj­um. Kann­anir sýna að Íslend­ingar eru almennt ánægðir með sótt­varn­ar­að­gerðir og nú gildir að halda dampi og klára að kom­ast í gegnum þetta sam­an.

Opin­bera heil­brigð­is­kerfið styrkt

Fag­mennska, seigla og úthald heil­brigð­is­starfs­fólks hefur heldur betur sýnt sig og fyrir fram­lag þeirra í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum fáum við seint þakk­að. Hið opin­bera heil­brigð­is­kerfi hefur sannað sig og mik­il­vægt að styrkja það enn frek­ar.

Á þessu kjör­tíma­bili hafa verið stigin stór og mik­il­væg skref í átt að rétt­lát­ara og öfl­ugra heil­brigð­is­kerfi. Ber þar í fyrsta lagi að nefna að dregið hefur verið úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga, þar með talið vegna komu­gjalda á heilsu­gæslu­stöðv­ar. Komu­gjöld hafa verið afnumin fyrir aldr­aða og öryrkja og líka fyrir heima­vitj­an­ir, auk þess sem greiðslu­þátt­taka þeirra í tann­lækn­ingum hefur verið minnkuð.

Á árinu hafa geð­heil­brigð­is­mál verið tekin föstum tök­um. Meðal ann­ars hafa geð­heil­brigðisteymi út um allt land verið full­mönnuð og sál­fræð­ingum sem starfa í heilsu­gæsl­unni hefur verið fjölgað mik­ið. Þjón­usta heilsu­gæsl­unnar hefur verið stór­efld og upp­bygg­ing nýs Land­spít­ala við Hring­braut stendur yfir. Aukin áhersla á heima­hjúkrun mun geta skilað víð­tækum árangri í heil­brigð­is­kerf­inu á næstu árum.

Ný metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­málum

Vinstri græn hafa staðið vakt­ina í umhverf­is­málum í þeim rík­is­stjórnum sem við höfum átt aðild að. Fyrstu lofts­lags­lögin á Íslandi voru sett í tíð vinstri­st­jórn­ar­innar og í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur var fyrsta fjár­magn­aða aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum unnin og komið til fram­kvæmd­ar.

Þær fjöl­mörgu aðgerðir sem gripið hefur verið til í lofts­lags­málum eru farnar að skila árangri. Stjórn­völd hafa meðal ann­ars lagt ríka áherslu á orku­skipti í sam­göngum og nú er Ísland í öðru sæti í heim­inum þegar litið er til nýskrán­inga vist­vænna bif­reiða, á eftir Nor­egi. Bráða­birgða­tölur Umhverf­is­stofn­unar um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2019 benda til sam­dráttar í losun frá vega­sam­göngum í fyrsta skipti í mörg ár. Von­andi erum við að sjá nauð­syn­legan við­snún­ing í þessum málum og þar skipta aðgerðir og metn­að­ar­full fram­tíð­ar­sýn um kolefn­is­hlut­laust Ísland miklu máli.

Núna í des­em­ber kynnti rík­is­stjórnin svo upp­færð og mun metn­að­ar­fyllri mark­mið fyrir Ísland í lofts­lags­mál­um. Stefnt er að enn frek­ari sam­drætti í losun árið 2030 eða 55% eða meira í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi, auk þess sem ákveðnum áföngum í kolefn­is­hlut­leysi verði náð fyrr en gert var ráð fyr­ir. Þá munu stjórn­völd auka til muna þró­un­ar­sam­vinnu á sviði lofts­lags­mála, meðal ann­ars í land­græðslu og jarð­hita.

Rétt­lát­ara skatt­kerfi og auk­inn félags­legur stuðn­ingur

Á þessu ári hafa verið stigin stór og mik­il­væg skref í átt að rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Þar skiptir mestu máli að þriggja þrepa skatt­kerfi var inn­leitt á árinu. Nýtt lág­tekju­þrep kemur að fullu til fram­kvæmda frá 1. jan­úar á næsta ári og verður þá 5,5 pró­sentu­stigum lægra en lægsta skatt­þrep var áður. Þessar breyt­ingar gagn­ast best þeim tekju­lægri og þau sem mest fá út úr skatt­kerf­is­breyt­ing­unum munu á næsta ári hafa 120 þús­und krónum meira í ráð­stöf­un­ar­tekjur á ári. Barna­bætur hafa einnig verið hækk­aðar í nokkrum þrepum á þessu kjör­tíma­bili og bæt­ist í þá hækkun nú um ára­mót þegar skerð­ing­ar­mörk barna­bóta hækka um 8%. Þá hefur verið dregið úr skerð­ingum fyrir örorku­líf­eyr­is­þega og annað skref í þeim efnum verður einnig tekið nú um ára­mótin þegar dregið verður úr inn­byrðis skerð­ingum sem gagn­ast tekju­lægstu örorku­líf­eyr­is­þeg­unum best. Enn er þó mikið verk fyrir höndum þegar kemur að end­ur­skoðun örorku­kerf­is­ins.  

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs hefur lengi verið mikið bar­áttu­mál okkar Vinstri grænna og sá áfangi sem við höfum náð á kjör­tíma­bil­inu að lengja það úr 9 mán­uðum upp í 12 er gríð­ar­legt fram­fara­mál. Réttur hvors for­eldris fyrir sig verður sex mán­uðir en heim­ilt að fram­selja sex vikur sín á milli. Breyt­ingin mun hafa mikil og jákvæð áhrif á líf fjöl­skyldna og barna sem notið geta meiri sam­vista á sama tíma og hún tryggir að við höldum áfram í átt til auk­ins jafn­réttis á vinnu­mark­aði.

Í vor voru sam­þykkt lög á Alþingi um við­bót­ar­stuðn­ing við eldri borg­ara sem búsettir eru hér­lendis en eiga engin eða tak­mörkuð líf­eyr­is­rétt­indi í almanna­trygg­ing­um. Stuðn­ing­ur­inn nemur að hámarki 90% af fullum elli­líf­eyri. Þessi nýju lög eru mik­il­vægt skref í að mæta þeim tekju­lægstu í hópi eldri borg­ara og búa þeim áhyggju­laus­ara ævi­kvöld. Í haust voru síðan sam­þykkt lög um sér­stök hús­næð­is­lán, hlut­deild­ar­lán­in, sem auð­velda ungu fólki og tekju­lágu að fjár­festa í eigin hús­næði.

Öll þessi mál spanna félags­legar áherslur okkar Vinstri grænna um rétt­lát­ara sam­fé­lag. Þær kerf­is­breyt­ingar sem gerðar hafa verið á kjör­tíma­bil­inu hafa verið til auk­ins jöfn­uðar og til þess að styðja sér­stak­lega tekju­lægri og við­kvæm­ari hópa.

Mik­il­væg skref í mann­rétt­inda­málum

Á tímum þar sem bakslag hefur orðið í rétt­inda­bar­áttu kvenna og hinsegin fólks víða um heim þakka ég fyrir að búa í landi þar sem rétt­indi þess­ara hópa hafa verið aukin á síð­ustu árum. En það ger­ist ekki af sjálfu sér. Það þarf blöndu af ríkum póli­tískum vilja, þori og seiglu og hér hafa Vinstri græn leitt vagn­inn. Löngu úrelt lög­gjöf um þung­un­ar­rof var skipt út fyrir ný og fram­sýnni lög í fyrra sem tryggja konum sjálfs­for­ræði yfir eigin lík­ama. Lög um kyn­rænt sjálf­ræði hafa fært Ísland upp á við á regn­boga­kort­inu. Hlut­laus kyn­skrán­ingu er þar með tryggð og með nýj­ustu við­bót­inni sem sam­þykkt var núna rétt fyrir jólin eru rétt­indi barna sem fæð­ast með ódæmi­gerð kynein­kenni aukin því vilji þeirra skal vera ráð­andi varð­andi var­an­legar breyt­ingar á kynein­kennum þeirra.

Vernd tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frelsis almenn­ings hefur líka verið aukin jafnt og þétt á þessu kjör­tíma­bili, meðal ann­ars með sam­þykkt laga um vernd upp­ljóstr­ara, tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna, varnir gegn hags­muna­á­rekstrum og breyt­ingum á upp­lýs­inga­lög­um.

Það er svona sem við breytum heim­inum til hins betra, með jafn­rétti og mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi.

Ofan­flóða­vörnum flýtt um 25 ár

Nátt­úran hefur svo sann­ar­lega minnt á ægi­kraft sinn á þessu ári. Mikil mildi er að ekk­ert mann­tjón varð í snjó­flóð­inu á Flat­eyri í jan­úar og í skriðu­föll­unum á Seyð­is­firði núna í des­em­ber. Síð­ustu tvo ára­tugi hafa ríki og sveit­ar­fé­lög unnið að auknum rann­sókn­um, vöktun svæða og bygg­ingu varn­ar­mann­virkja á þeim þétt­býl­is­stöðum á land­inu þar sem íbúa­byggð stafar hvað mest hætta af ofan­flóð­um.

Rík­is­stjórnin tók þá ákvörðun á þessu ári að flýta ofan­flóða­vörnum í þétt­býli um 25 ár með auknum fjár­fram­lögum til mála­flokks­ins. Frá og með næsta ári verður um 2,7 millj­örðum króna varið árlega til ofan­flóða­varna í stað 1,1 millj­arðs og gera áætl­anir ráð fyrir að helstu fram­kvæmdum geti verið lokið um 2030. Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið og Veð­ur­stofa Íslands munu áfram vinna ótrauð að þessum mál­um.

Borg­ar­lína verður að veru­leika

Með ákvörðun Alþingis síð­ast­liðið vor er ljóst að Borg­ar­línan verður að veru­leika. Borg­ar­línan er risa­stórt hags­muna­mál okkar allra, ekki síst íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, og mun auka loft­gæði og draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Í sam­göngu­á­ætlun er almennt aukin áhersla á almenn­ings­sam­göng­ur, hjóla- og göngu­stíga. Á sama tíma hafa verið inn­leiddir skatta­af­slættir á reið­hjól, raf­hjól og raf­hlaupa­hjól en þetta auð­veldar fólki að stunda dag­lega hreyf­ingu til og frá vinnu sem og í frí­tíma, sem skilar sér í marg­þættum ávinn­ingi, þar með talið bættri heilsu fólks, minni mengun og auknum loft­gæð­um. Og, þetta er gott í sam­hengi lofts­lags­breyt­inga. Allt end­ur­speglar þetta grænar áherslur í starfi rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Styrkja­kerfi í stað lána­kerfis fyrir náms­menn

Alþingi sam­þykkti líka í sumar ný lög um Mennta­sjóð náms­manna þar sem mik­il­væg skref eru stigin í átt að auknu jafn­rétti til náms. Tek­inn verður upp beinn stuðn­ingur vegna fram­færslu barna í stað lána og útgreiðsla náms­lána verður mán­að­ar­lega. Náms­styrkur upp á 30% nið­ur­færslu af höf­uð­stóli náms­láns fyrir náms­menn sem ljúka próf­gráðu innan til­greinds tíma er líka stórt skref í átt að styrkja­kerfi í stað lána­kerf­is. Þessar áherslur eru í takti við stefnu okkar Vinstri grænna og í takti við það sem þekk­ist á öðrum Norð­ur­lönd­um. Náms­lán eru oft þungur baggi fyrir ungar fjöl­skyldur að loknu námi. Styrkir minnka því greiðslu­byrð­ina meðan ungt fólk er að koma undir sig fót­un­um.

Átta ný svæði frið­lýst og Hálend­is­þjóð­garður kom­inn í þingið

Á þessu ári voru fimm­tíu ár frá tíma­móta­at­burði í Íslands­sög­unni, þegar Þing­ey­ingar í sam­fé­lags­legri nauð­vörn sprengdu stífl­una í Mið­kvísl í Laxá og björg­uðu þannig Mývatni og Laxá frá glöt­un. En atburð­ur­inn vakti líka fólk til umhugs­unar um nátt­úru­vernd og gaf því von um að hægt væri að koma í veg fyrir óaft­ur­kræf spjöll á íslenskri nátt­úru.

Þegar ég sett­ist í stól umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var eitt af mínum fyrstu verkum að koma af stað átaki í frið­lýs­ing­um. Það átak snýst auð­vitað um það að koma nátt­úruperlum í var og stuðla að sjálf­bærri atvinnu­sköpun á grund­velli lítt spilltrar nátt­úru. Þannig hafa 12 ný svæði verið frið­lýst á þessu kjör­tíma­bili, þar af átta á þessu ári, þar með talin Geys­ir, Goða­foss og Gjá­stykki. Yfir 20 svæði eru í und­ir­bún­ingi.

Ég mælti síðan fyrir frum­varpi um Hálend­is­þjóð­garð í byrjun des­em­ber. Með því gefst okkur Íslend­ingum ein­stakt tæki­færi til að vernda um ókomna tíð ein stærstu óbyggðu víð­erni Evr­ópu og ómet­an­legt lands­lag – og á sama tíma að búa til efna­hags­leg tæki­færi og verð­mæti fyrir byggð­irnar á lág­lendi.

Atvinnu­leysi stóra áskor­unin

Að minnka atvinnu­leysi verður eitt af stóru verk­efn­unum á næstu miss­er­um. Efl­ing opin­berrar fjár­fest­ingar og fjölgun mennta­úr­ræða eru á meðal aðgerða sem gripið hefur verið til á þessu ári, en mestar vonir eru auð­vitað bundnar við bólu­setn­ingar vegna kór­ónu­veirunnar á næsta ári og að efna­hags­lífið rétti úr kútnum sem allra fyrst. Það skiptir máli að stjórn­völd hafa stutt við launa­fólk meðal ann­ars með hluta­bóta­leið­inni og styrkt fyr­ir­tæki til að halda velli og ráðn­ing­ar­sam­böndum við starfs­fólk með ýmsum úrræð­um. Þetta mun skipta sköpum í að ná skjót­ari efna­hags­legri við­spyrnu en ella.

Í núver­andi ástandi skiptir líka miklu máli að atvinnu­leys­is­bætur voru hækk­aðar árið 2018 og hækka aftur núna um ára­mót­in, meðal ann­ars verður sér­stakt við­bót­ar­á­lag lagt á grunn­bætur á næsta ári vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þá munu grunnatvinnu­leys­is­bætur vera orðnar 80 þús­und krónum hærri en þær voru áður. Þá skiptir einnig máli að tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta hefur verið lengt úr þremur í sex mán­uði og að álag vegna fram­færslu barna verður 18.000 á mán­uði í stað 12.000 fyrir hvert barn á meðan á atvinnu­leysi stend­ur. Kraftar ríkis og sveit­ar­fé­laga þurfa á næstu miss­erum að bein­ast áfram að þessum mál­um.

Loka­orð

Á þessu kjör­tíma­bili hafa verið stigin mik­il­væg skref í átt að rétt­lát­ara sam­fé­lagi þó margt sé enn óunn­ið. Við þurfum að vaxa út úr efna­hags­þreng­ingum á kom­andi árum þar sem mik­il­vægt er að verja og styrkja grunn­stoðir til fram­tíð­ar: lofts­lags­mál­in, heil­brigð­is- og mennta­kerf­ið, félags­legt rétt­læti og mann­rétt­indi. Við Vinstri græn munum halda ótrauð áfram að vinna að rétt­lát­ara og umhverf­is­vænna sam­fé­lagi.

Ég óska lands­mönnum öllum alls hins besta á kom­andi ári.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og vara­for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search