Viðsnúningur varð á rekstri VG á síðasta ári en hreyfingin skilaði hagnaði sem nema 34 milljónum króna, en 13 milljóna tap var á rekstri hreyfingarinnar árið áður. Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum útdrætti úr ársreikningum nokkuru stjórnmálaflokka fyrir rekstrarárið 2018. Þar kemur fram að félagsgjöld og framlög einstaklinga til Vinstri grænna nema tæpum 14 milljónum, fjárframlög fyrirtækja voru um 3,3 milljónir og 3,2 milljónir frá sveitarfélögum. Stærstur hluti framlaga til Vinstri grænna koma frá ríkinu, samtals 124 milljónir.