PO
EN

Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt almannaþjónustu

Deildu 

BSRB birti ný­lega niður­stöður rann­sókn­ar sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ vann fyr­ir fé­lagið, sem sýn­ir að þjóðin tel­ur al­mannaþjón­ustu mik­il­væg­asta fyr­ir hag­sæld þjóðar­inn­ar. Þar kem­ur fram að af­ger­andi meiri­hluti lands­manna vill að sjúkra­hús og heilsu­gæsla séu al­mannaþjón­usta sem rek­in er af hinu op­in­bera. Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar sagði um 81% að hið op­in­bera ætti fyrst og fremst að reka sjúkra­hús og um 68% töldu að hið op­in­bera ætti að reka heilsu­gæsl­ur. Mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar hafn­ar sam­kvæmt þessu aukn­um einka­rekstri í heil­brigðisþjón­ustu.

Þessi afstaða þjóðar­inn­ar kem­ur ekki á óvart enda er það margsannað að heil­brigðis­kerfi þar sem al­mannaþjón­usta er ráðandi eru aðgengi­legri, betri og ódýr­ari en þar sem einka­rekst­ur er ráðandi. Rík­is­stjórn­in hef­ur fylgt þess­um skýra þjóðar­vilja á kjör­tíma­bil­inu.

Op­in­ber heil­brigðisþjón­usta í for­gang

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur varð stefna Vinstri grænna í heil­brigðismál­um ofan á. Þar var efl­ing op­in­beru heil­brigðisþjón­ust­unn­ar – al­mannaþjón­ust­unn­ar – sett í for­gang. Þetta var ekki í sam­ræmi við stefnu sam­starfs­flokka okk­ar og því fólst í þessu mik­ill mál­efna­leg­ur ár­ang­ur fyr­ir okk­ur Vinstri græn. Rík­is­stjórn­in hef­ur sett al­mannaþjón­ust­una og styrk­ingu henn­ar í for­gang í heil­brigðismál­um á kjör­tíma­bil­inu þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli hags­muna­hópa og ein­staka þing­manna stjórn­ar­meiri­hlut­ans.

Þrátt fyr­ir skýr­an þjóðar­vilja um áherslu á al­mannaþjón­ustu í heil­brigðismál­um virðast Vinstri græn vera eina fram­boðið sem á sæti á Alþingi sem tek­ur hann al­var­lega og er raun­veru­lega til­búið að setja efl­ingu hins op­in­bera heil­brigðis- og vel­ferðar­kerf­is í fyrsta sæti. Hinir flokk­arn­ir hafa ekki tekið skýra af­stöðu með al­mannaþjón­ust­unni. Sum fram­boð hafa reynd­ar gert það að sínu helsta áherslu­máli að auka einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu á næsta kjör­tíma­bili. Það er þó ljóst að öll­um fram­boðum er þjóðar­vilj­inn ljós því ekk­ert þeirra þorir að kalla einka­rekst­ur sínu rétta nafni og gríp­ur þess í stað til af­vega­leiðandi orðlags eins og „fjöl­breytt rekstr­ar­form“, „sjálf­stæður rekst­ur“ og „þjón­ustu­væðing“.

Höfn­um hagnaðardrifn­um einka­rekstri

Oft­ar en ekki er sömu­leiðis bent á fé­laga­sam­tök sem hafa átt far­sælt sam­starf með op­in­bera kerf­inu þegar sam­talið er raun­veru­lega um það hvort við vilj­um hleypa hagnaðardrifn­um einka­fyr­ir­tækj­um í sam­eig­in­lega sjóði okk­ar. Vinstri græn hafa stutt við fé­laga­sam­tök sem sinna heil­brigðisþjón­ustu án þess að greiða sér arð vegna starf­sem­inn­ar á af­mörkuðum sviðum en við höfn­um því al­ger­lega að einka­rekn­ir aðilar í heil­brigðis­kerf­inu geti sótt sér fé til skatt­greiðenda til að greiða sér út arð. Á þessu tvennu er skýr og mik­il­væg­ur mun­ur.

Eft­ir stend­ur að áhersl­ur flokk­anna á miðjunni eru óskýr­ar og mis­vís­andi, hvort sem það er með vilja gert eða ekki. Raun­ar má með góðum vilja skilja marga flokka þannig að þeir gætu vel hugsað sér auk­inn hagnaðardrif­inn einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu. Vinstri græn eru skýr með það að við mun­um aldrei greiða leið hagnaðardrif­inna einka­fyr­ir­tækja að pen­ing­um skatt­greiðenda. Við köll­um eft­ir því að aðrir flokk­ar komi skýrt fram með sína af­stöðu í þess­um mál­um.

Op­in­ber kerfi eru betri en einka­rek­in vegna þess að þau stuðla að aukn­um jöfnuði og tryggja bet­ur aðgengi allra að þjón­ustu. Í covid sýndu op­in­ber kerfi víða um heim sína yf­ir­burði þar sem sam­an fór jafnt aðgengi og yf­ir­sýn. Op­in­ber rekst­ur verður eina leið okk­ar til að byggja bet­ur upp aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu á lands­byggðinni, enda hafa einkaaðilar sjaldn­ast áhuga á rekstri við krefj­andi aðstæður eins og eru meðal dreifðari byggða.

VG tal­ar skýrt

Þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit flokk­anna um að rekstr­ar­form eigi ekki að skipta ein­stak­ling­inn máli er staðreynd­in sú að einka­rek­in þjón­usta er í mörg­um til­vik­um dýr­ari fyr­ir not­and­ann en op­in­ber þjón­usta, og að jöfnu aðgengi að þjón­ust­unni er þar með stefnt í hættu.

Mun­ur­inn á mál­flutn­ingi flokk­anna er aug­ljós. Flokk­arn­ir á miðjunni tala út og suður. Vinstri græn kjósa hins veg­ar al­mannaþjón­ustu eins og þjóðin. Þess vegna er at­kvæði greitt Vinstri græn­um at­kvæði greitt al­mannaþjón­ustu.

Svandís Svavarsdóttir, heil­brigðisráðherra skipar 1. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search